Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 78

Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 78
76 BREIÐFIRÐINGUR Búskapur og heimilishættir Búreksturinn var í nokkuð föstum skorðum. Þar hafði hver maður sitt verk að vinna, en allir hjálpuðust að þegar eitthvað meira var um að vera. Framan af búskaparárum sínum var faðir minn einyrki, en hafði þá samvinnu um ýmis störf við bændur og húsmenn í Ásgarði. Eftir að opinber störf hlóðust á hann varð hann að hafa vinnufólk og fór því fjölgandi með árunum. Vorverkin voru margþætt og tímafrek, m.a. að stinga út úr fjárhúsum og þurrka taðið sem var notað til eldiviðar. Síðan varð að koma öllum húsdýraáburði á tún og ljúka við túnávinnslu snemma vors. Tekinn var upp mór. Hann var þurrkaður og síðan komið í hús. Rista þurfti torf á heytóftir, sem alltaf voru nokkrar við hesthúskofa. Allt breyttist þetta með árunum, þegar kolavélarnar komu og síðar koxvélar sem þóttu jafnast á við nútíma rafmagnseldavélar. Þegar vel voraði var sauðfé sleppt á fjallið og smalað sam- an fyrir sauðburð og þá var reynt að gæta ánna og marka lömb- in jafnóðum og ærnar báru. Þetta var erfið vinna því að að- hald var hvergi fyrr en girðingar komu. Smalað var til rún- ings seint í júní og þá var einnig fært frá 70-80 ám og þeirra gætt allt sumarið þar til í færsluviku sem er viku fyrir réttir. Setið var hjá ánum uppi í fjalli allan daginn frá morgunmjölt- um, þar til þær voru reknar heim fyrir kvöldmjaltir. Notaðar voru færikvíar á meðan mjólkað var. Seint að kvöldi voru ærnar „bældar“ eða settar í nátthaga. Oftast voru það krakk- ar 10-14 ára sem gættu ánna. Þetta þótti yfirleitt leiðinleg vinna, en þeir sem skiluðu ánum öllum heim að kveldi dag hvern reyndust síðar á ævinni skilasamir og nýtir menn. Síð- ast var fært frá í Ásgarði 1927 og sat undirritaður einn hjá ánum það sumarið. Eftir vorsmalamennsku var ullin þvegin og þurrkuð. Tekin var frá sú ull sem vinna átti heima en hin flutt í kaupstað. Heyskapur byrjaði um mánaðamótin júní-júlí. Oft var byrjað á engjum ef tún var ekki nógu vel sprottið. Túnaslátt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.