Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 79
HJÓNIN í ÁSGARÐI
77
ur stóð í 3-4 vikur þegar vet viðraði. Að honum loknum
voru töðugjöldin haldin, oft seinni hluta laugardags. Pá var
gefið frí. Töðugjöldin voru stórveisla sumarsins. Hátíða-
matur var á borðum og að sjálfsögðu var borið fram súkku-
laði og rjómi með tilheyrandi kökum sem ekki voru daglega
á borðum. Daginn eftir var farið í reiðtúr, sem raunar var
algengt á sunnudögum, en þá var ekki unnið að heyvinnu
nema þess þyrfti með í óþurrkatíð.
Vinnutími var reglulegur. Það var unnið frá kl. 8 að
morgni til kl. 8 að kvöldi. A þeim tíma var tvisvar borðað og
tvisvar drukkið kaffi og kvöldmatur þegar hætt var vinnu.
Að túnslætti loknum var farið á fjallið og heyjað þar í 3-4
vikur. Par lágu við í tjaldi 6-8 manns, konur og karlar, sem
fóru á fjallið eftir hádegi á mánudögum og heyjuðu alla vik-
una og komu heim seint á laugardagskvöldum. Bundið var
votaband 5 daga vikunnar og reitt heim á 10 hestum. Hver
ferð tók 2-2‘/2 klukkutíma. Þannig náðust 250 kaplar af
góðu brokheyi á viku, þegar vel viðraði. Viðlegufólkið hafði
nokkuð af mat sínum með sér, en daglega var sendur matur
með milliferðamanninum. I góðri tíð var þetta skemmtileg
vinna og þá var sungið „Frjálst er í fjallasal“. Síðustu viku
sláttar var heyjað á heimafjallinu og þá var farið heim á
kvöldin.
Reynt var að ljúka öllum heyskap og ganga frá heyjum
fyrir réttir, því þá byrjaði fjárragið, sem stóð allt haustið.
Leitir og réttir voru lengi vel þrisvar á hausti, þeim fylgdu
fjárrekstrar og smalamennskur. Sláturtíð stóð fram yfir vet-
urnætur. Farga varð fénu að minnsta kosti þrisvar á hverju
hausti. Þetta var tímafrekt.
Heimilið var bæði mannmargt og gestkvæmt. Það þurfti
útsjónarsemi og fyrirhyggju til að sjá svo um að aldrei vant-
aði neitt, því sjaldan var farið í kaupstað á veturna og suma
vetur var Hvammsfjörður lengi ísilagður, svo engar vörur
komust sjóleiðina. Um landflutninga var ekki að ræða á
þeim árum. Ég minnist þess að fluttir voru heim á haustin
nokkrir sekkir af hveiti, rúgmjöli og haframjöli, sykur og