Breiðfirðingur - 01.04.1991, Síða 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
og gestir að auki. Helst þurfti súrmaturinn að duga til næsta
hausts. Geymsluaðstaða var góð í kjallaranum. Slátrað var
heima mörgum dilkum, ám og kúm, en annars var kálfum og
vetrungum slátrað af og til allt árið eftir þörfum. Á haustin
var kjötið saltað í tunnur, það sem ekki var reykt. Síðar var
farið að sjóða kjöt niður og geyma það í glerkrukkum.
Vetrarvinna byrjaði alltaf snemma í nóvember. Þá var
ullin táin, kembd, spunnin og prjónaðar flíkur. En nokkuð
af ullarbandinu fór í vefnað. Vefstóll var aldrei til á heimil-
inu, en til voru menn sem tóku að sér að vefa dúka, klæðnað
og ábreiður á rúm.
Húðir og gærur voru rakaðar. Osútaðar voru þær notaðar
í skó og skinnsokka. Vinna við þetta var vandasöm, en
flestar stúlkur lærðu þetta og urðu leiknar í öllum heimilis-
iðnaði og eftirsóttar til starfa. Allt var þetta handavinna sem
krafðist nákvæmni og þolinmæði. Það var mikill léttir - og
framför - þegar móðir mín eignaðist hringprjónavél og
saumavél. Eá var fljótlegra að sauma föt og bæta það sem
slitið var og prjóna sokka, nærfatnað, peysur og fleira og svo
var prjónað fyrir aðra.
Móðir mín hafði alltaf mikið að gera og þurfti auk þess oft
að fara í burtu nokkra daga til að sinna ljósmóðurstörfum.
Þrátt fyrir allt þetta gengu heimilisstörfin sinn vanagang.
Verst þótti mér ef hún var í burtu á sunnudögum og um
jólin. Hún las húslestur á sunnudögum og hátíðisdögum. Þá
voru líka sungnir sálmar. Þetta féll niður þegar útvarpið
kom með sínar messur.
Jólin þurftu mikinn undirbúning. Allt sem þeim tilheyrði
var heimatilbúið og enginn mátti fara í jólaköttinn. Allir
hlökkuðu til jólanna og ekki síst yngsta kynslóðin.
Móðir mín bjó til jólakertin, sem annaðhvort voru steypt
í mót eða kveiknum, löngum þræði, var margdýft niður í
„strokk“ sem var fylltur af bræddum, völdum tólg. Jólagjaf-
irnar voru m.a. kerti, leppar í skó, sokkar, vettlingar, sauð-
skinnsskór og ýmislegt annað. Jólatréð var líka heimasmíð-
að og allt skraut á það heimatilbúið. Jólin voru stórhátíð þá