Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 85
HJÓNIN í ÁSGARÐI
83
Sýslunefndarmenn í Ásgarði, sennilega árið 1932.
Fremri röð frá vinstri: Rögnvaldur Sturlaugsson Melum, ritari fundarins,
Jón Sumarliðason Breiðabólsstað, Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður,
Bjarni Jensson Asgarði, Asgeir Asgeirsson prófastur Hvammi, gestur fund-
arins, Jóhann B. Jensson Mjóabóli.
Aftari röð frá vinstri: Magnús Jónasson Túngarði, Brynjúlfur Haraldsson
Hvalgröfum, Björn Jóhannsson Arney, Jón Þórðarson Tjaldanesi, Ólafur
B. Gunnlaugsson Vífilsdal.
ásamt ýmsu öðru innanhúss sem utan. Oftast voru til nokkur
uppbúin gestarúm, en skammt dugði það stundum. Þá varð
að færa fólk á milli rúma, einhverja okkar krakkanna. Allt
gekk þetta ótrúlega vel, þótt oftast kæmu gestir fyrirvara-
laust, enda ekki hægt að gera boð á undan sér fyrr en síminn
kom, en það var 1923 sem símstöð kom að Ásgarði. Það þóttu
mikil þægindi að fá símann.
Félagsmálastörf
Faðir minn hafði mörg opinber störf á hendi. Hann var
hreppstjóri í rúm 30 ár og í hreppsnefnd í 45 ár. Auk þess
var hann lengi forðagæslumaður og formaður Búnaðarfélags