Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 88
86
BREIÐFIRÐINGUR
skapur lélegur. Síðan kemur „Fannaveturinn“ með frost og
fannir sem héldust allan seinni hluta vetrar og þar til í 5. viku
sumars 1920. Innistaða búfjár var miklu lengri en vonir
stóðu til, svo heyleysi varð hjá mörgum. Bændur hjálpuðu
þá hver öðrum, en meira þurfti til. Mikinn fóðurbæti varð að
kaupa, þótt hann kostaði of fjár.
Á stríðsárunum (1914-1918) fór verðlag hækkandi ár frá
ári og í lok styrjaldar náði það hámarki. Pá fengu bændur 40
kr. fyrir 16 kg dilksskrokk, en haustið 1920 aðeins 20 kr., en
sama verð og áður hélst á innfluttum vörum og þar á meðal
fóðurbæti. Verð á dilksskrokki komst niður fyrir 10 kr. á
kreppuárunum.
Harðindi, heyleysi og verðfall búvara komu mörgum bænd-
um í skuldafen sem þeir náðu sér ekki upp úr næstu 20 árin.
Að stríðinu loknu voru öll erlend viðskipti óviss svo kaupfé-
lögin töpuðu og komust í skuldir, auk þess sem þau áttu í
harðri baráttu við andstæðinga sína, heildsala og kaupmenn.
Kaupfélag Hvammsfjarðar fór ekki varhluta af þessum erfið-
leikum. En þrátt fyrir gjaldeyristap, skuldasöfnun, ýmis
óhöpp og eftirgjöf skulda, þá slapp það furðanlega vel út úr
þessu þar sem varasjóður þess gat borgað tap verðfallsár-
anna og einnig kreppuáranna. Félagsmenn stóðu dyggan
vörð um hag kaupfélagsins og tóku upp þann hátt á greiðsl-
um fyrir innlegg að borga strax í reikning 5/ð hluta verðs og
uppbót árið eftir. Á þennan hátt minnkaði áhætta félagsins
og reynslan sýndi að endanlegt innleggsverð gat orðið hærra
en aðrir buðu. Alltaf tókst félaginu að halda í horfinu og
bæta reksturinn. Eftir að afurðasölulögin komu til fram-
kvæmda 1935 fór hagur viðskiptamanna og félagsins batn-
andi og lengi var Kaupfélag Hvammsfjarðar lyftistöng fram-
fara í Dölum.
Mér hefur orðið nokkuð tíðrætt um Sparisjóð Dalasýslu
og Kaupfélag Hvammsfjarðar vegna þess að þar kom faðir
minn talsvert við sögu og það sem einkennir þessar stofnanir
á erfiðleikatímum er það, að þær komust heilar á húfi út úr
miklum örðugleikum og stóðu stæltar á eftir.