Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 94
92
BREIÐFIRÐINGUR
tók hún sykurmolann og beit hann í sundur meö tönnunum
tveimur og gaf okkur krökkunum sinn hvorn molann. Mér
þótti þetta ekki geðslegt, en þorði þó aldrei að neita.
Ég minnist þess að kosningavorið 1923 var Setta komin
yfir nírætt og orðin hálfblind, en ern vel. Pabbi spurði hana
hvort hún ætlaði að kjósa. Já, hún sagðist ætla að kjósa.
„Hvern ætlar þú að kjósa?“
„Ég kýs hann Bjarna frá Vogi.“
„Er hann eitthvað betri en hinir?“ spurði pabbi.
„Já, hann heilsaði mér, hinum sást yfir það og þeim getur
sést yfir fleira,“ sagði Setta.
Þá hló pabbi, en sú gamla fór á kjörstað og kaus Bjarna
frá Vogi og það var hans síðasta kjörtímabil, því hann lést
1926. Setta dó 96 ára gömul árið 1928.“
Ég á margar skemmtilegar endurminningar frá þeim
gamalmennum, sem voru heima, þegar ég var að alast upp,
og margt gott á ég þeim að þakka.
Eftirmæli
Margir hafa ritað greinar um foreldra mína, um þau voru
ort erfiljóð og leyfi ég mér að vitna í eftirfarandi:
Stefán frá Hvítadal orti erfiljóð um móður mína, sem
sungin voru við útför hennar. Úr þeim eru eftirfarandi tvö
erindi:
Heiðurskona háttprúð -
heil í starfi góðu,
- þreytti ei með þysi
þá er nærri stóðu
- fálát mjög í fasi,
fjarlæg allri kynning;
stilling hennar stendur
styrk í hverri minning.