Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 113
SJÁVARSKRÍMSLI
111
vel við bjarmann frá því. Ég kalla þá á mæðgurnar að koma
og sjá þetta og þær koma út í dyrnar. Þá segir Asta:
„Þetta er það sama og ég sá hjá kindunum útundir Höfða
í dag, það er gott að þú skulir fá að sjá það, þú hættir þá
kannske að rengja mig.“
Mig hálflangaði að fara út og skoða þetta betur, en þær
biðja mig að gera það ekki, segjast vera hræddar við þetta.
Við áttum stóran og áflogagjarnan hund sem hét Fróði og
réðist á alla ókunnuga hunda. Svo okkur kom saman um að
láta hann út, en hann vildi ekkert við þetta eiga, gekk bara
á skjön frá því svo við tókum hann aftur inn. Ekkert okkar
þekkti hvaða skepna þetta gæti verið. Ég lokaði svo dyr-
unum og við færðum okkur inn í stofuna og kveiktum þar
ljós.
Skepnan var rétt neðan undan stofuglugganum svo birtan
frá glugganum féll á hana. Hún stóð þá upp svo við sáum
greinilega alla lögun á henni. Hún var svört eða mjög dökk,
loðin og lubbaleg, stutt og digur og engin rófa eða hali; segja
má að hún hafi verið kassalöguð á skrokkinn. Hálsinn var
mjög stuttur, hausinn lítill og hnöttóttur og eins og kýttur
við búkinn. Niður úr lubbanum voru fjórir loðnir fætur og
ekki hærri en sem svarar þverhönd.
Þegar hún hreyfði sig til var göngulagið eða fótaburðurinn
ólíkur því sem er hjá landskepnum. Hún bar báða framfætur
fram í einu, eins og hún valhoppaði og þannig vafraði hún
frá glugganum nokkuð niður á túnið og lagðist þar aftur. Ég
fór snemma á fætur um morguninn og ætlaði að skoða þetta
betur, en þá var allt horfið og skepnan hafði engin verksum-
merki sjáanleg skilið eftir sig. Stærð hennar var á að giska
við stóran hund eða meðalkind. Öll þau ár sem við vorum á
Búlandshöfða eftir þetta urðum við aldrei vör við hana
aftur.“
Þessi frásögn Ágústar um óþekkt dýr hlýtur að teljast
mjög sérstæð, þar sem þrjár manneskjur horfa á það í róleg-
heitum út um stofugluggann heima hjá sér. Og hér er um að
ræða fólk sem hafði umgengist skepnur alla sína tíð. -