Breiðfirðingur - 01.04.1991, Side 126
124
BREIÐFIRÐINGUR
stjóri Tómasson á Þorbergsstöðum, sem hafði nokkuð á
annað hundrað ær í seli fram á Þverdal árin 1887-1893.
Þegar hætt var að flytja sauðfé á fæti til Bretlands rétt fyrir
síðustu aldamót, breyttust mjög búvenjur. Fráfærur lögðust
af smátt og smátt. Nokkur fjörkippur kom í fráfærurnar þau
fáu ár, sem rjómabúið starfaði í Stóraskógi og einnig
sumarið 1917, meðan ostagerð var stunduð í Saurbæ. Þegar
kom framyfir 1920 má segja, að fráfærur tilheyrðu algjörlega
liðinni tíð.
Hvíti maturinn, smjör, skyr, ostar og sýra hafði lengstaf
verið uppistaðan og kjarninn í daglegu fæði fólksins, auk
þess að vera gjaldmiðill og verðeining í öllum viðskiptum
með landbúnaðarvörur.
Þegar kom fram yfir miðja síðustu öld fór að gæta nýrra
vinnubragða og breyttra viðhorfa í framleiðslu landbúnaðar-
vara, ekki síst í meðferð mjólkur. Undir síðustu aldamót
fóru ný vinnutæki að ryðja sér til rúms, svosem skilvindur og
vélknúnir strokkar.
Rjómabúin voru undanfari mjólkurbúanna og áhrif
mjólkurskólans á Hvítárvöllum voru auðsæ í auknum þrifn-
aði og skilningi á eðli og gildi mjólkurinnar. Þar hefur trú-
lega verið orðin nokkur afturför frá fyrri tímum m.a. vegna
lélegra húsakynna, fátæktar og almenns umkomuleysis á erfið-
ustu skeiðum seinni alda. - Mjólkin, sú viðkvæma fæðuteg-
und, hefur alltaf krafist ýtrasta hreinlætis rétt eins og í dag.
í þeim efnum giltu fastar og mótaðar venjur kynslóð framaf
kynslóð. T.d. mátti ekki hlaupa „gellir“ eða súr í mjólkina,
slík mistök eyðilögðu dýrmæta matbjörg. Skyrið mátti held-
ur ekki vera fullt af örðum eða með öðrum orðum ekki vera
„graðhestaskyr“. Slík handvömm var álitshnekkir hverri
húsmóður.
Sauðamjólkin var talin þriðjungi feitari en kúamjólk. Enn
í dag eru við lýði örnefni, sem vitna um gæði beitilanda,
bæði við selin og fráfærnasvæðin, svosem Smjörkinn, Smjör-
hjalli og Smjörlágar. Upp af kjarngresi þessara svæða neytti
fólkið afurða, sem gáfu þrótt og styrk í köldu landi.