Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 129
MJÓLKURVINNSLA í DÖLUM
127
sauðamjólk, ca. 160-180 lítrum mjólkur daglega. Engar
skilvindur né vélstrokkar voru þá komnir til sögunnar, allt
var þetta handverk eins og verið hafði um aldir.
Lítill vafi leikur á því, að nokkrir af fyrstu kennurum hús-
mæðraskólanna höfðu dvalið við nám í þessum mjólkur-
skóla í Möðrudal og aðrir nemendur þar hafa dreift kunnátt-
unni víðsvegar um landið. Þannig er t.d. vitað að Jóna Sig-
urðardóttir, sú er veitti forstöðu kvennaskólanum á Asi í
Hegranesi 1877-1878 hafði verið í Möðrudal. En hún gerð-
ist seinna forstöðukona kvennaskóla Eyfirðinga á Lauga-
landi.
Það voru einkum þrjú undirstöðuatriði, sem Sigríður
Magnúsdóttir kenndi á þessum námskeiðum í Möðrudal.
Talið er að þar hafi fyrst verið kennd kæling mjólkur strax
eftir mjaltir. Annað var söltun smjörs, sem þá var alger ný-
lunda hérlendis. Þriðja atriðið var smjörumbúðirnar. Frá
aldaöðli hafði það viðgengist að drepa smjörinu í skinnbelgi,
einnig við sjávarsíðuna að sauma utanum það steinbítsroð.
Sigríður hafði kynnst ytra smjörkvartelunum, sem allt
danskt smjör var selt í. Voru þau notuð í Möðrudal, en
þaðan fóru á hverju sumri mörg hundruð kíló í 50 kg trétunn-
um á danskan markað. Sagt er að danskir Austfjarðakaup-
menn og verslunarfulltrúar þeirra hafi tekið Möðrudals-
smjörinu mjög vel og talið það standa fyllilega alla sam-
keppni við danskt smjör.
Það er engum efa undirorpið að Sigríður Magnúsdóttir frá
Skáleyjum var merkur brautryðjandi í allri vinnslu og með-
ferð mjólkurafurða hérlendis. Hefur hennar starfs þó að
engu verið getið í sögu mjólkuriðnaðar, - svo höfundi þess-
ara lína sé kunnugt.
Svipað má í rauninni segja um þann brautryðjanda, sem
næsti kafli fjallar um, Stefán B. Jónsson.