Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 131
MJÓLKURVINNSLA í DÖLUM
129
urheims ásamt mörgu öðru fólki úr Suðurdölum. Stefán var
fæddur á Kirkjufelli í Eyrarsveit 18. jan. 1861, en þar bjuggu
foreldrar hans þá.
Átján ára að aldri fór Stefán til smíðanáms að Arnarbæli
á Fellsströnd. Þar lauk hann sveinsprófi í smíðum hjá Boga
Smith.
Stefán fór til Kanada árið 1887, einmitt á þeim tíma, sem
Vesturheimur var mörgum landa hans draumalandið mikla.
En Stefán vildi láta sína drauma rætast heima á íslandi -
helst í sínum breiðfirsku heimahögum. Og vissulega munaði
ekki miklu að svo yrði. Þegar hann kom heim, 38 ára að
aldri, hafði hann vakið mikla eftirtekt landa sinna og annarra,
m.a. fyrir uppfinningar, svo sem nýja gerð af sláttuvélum
o.fl. Hann rak verslun um skeið í Winnipeg og aflaði sér um-
boða fyrir margskonar heimilisvélar og landbúnaðartæki,
sem þá voru sem óðast að koma á markaðinn vestanhafs -
löngu áður en þær bárust hingað til lands. Hann tók þátt í
félagsskap Vestur-íslendinga og gaf út Stjörnuna, ársrit í
Winnipeg.
Eftir að hafa kynnt sér sérstaklega mjólkuriðnað í Kanada,
skrifaði hann greinar í Þjóðólf árið 1898 þar sem hann hvet-
ur landa sína heima á Islandi til að koma á fót öflugum
mjólkuriðnaði. Má hiklaust fullyrða að þær greinar hafa haft
mikil áhrif á íslenska bændur og undirbúið jarðveginn fyrir
fyrstu rjómabúin. Enda lét hann ekki sitja við orðin tóm.
Þegar Stefán ásamt konu sinni kom heim úr Ameríkuferð-
inni árið 1899 fóru þau strax vestur til vina og ættfólks í
Dölum og á Skógarströnd. Munu þau hafa dvalið mest á
Dunkárbakka í Hörðudal. Um dvöl þeirra hjóna vestra
aldamótaárið ritar dóttir þeirra hjóna, Þóra Marta Stefáns-
dóttir kennari, í ársritið Breiðfirðing árið 1951 bls. 40 á
þessa leið:
„Einu sinni sagði hann: „Ég held samt, að ég hefði aldrei
flutt heim aftur, ef ég hefði ekki verið alinn upp við Breiða-
fjörð. Það voru breiðfirsku vorin með fuglalífinu sem mest
drógu mig heim.“