Breiðfirðingur - 01.04.1991, Side 132
130
BREIÐFIRÐINGUR
Þau fóru líka skömmu eftir heimkomu sína vestur í Dali á
æskustöðvar hans og dvöldu þar eitt og hálft ár, lengst af á
Dunkárbakka í Hörðudal, hjá Guðmundi bónda. Stefán hóf
þegar sölu á skilvindum, strokkum, plógum, prjónavélum og
öðrum heimilis- og búnaðarvélum, sem aldrei höfðu sést hér
fyrr og varð talsvert ágengt með útbreiðslu þeirra, þótt við
ramman reip væri að draga, þar sem voru hleypidómar, aftur-
hald, deyfð og tortryggni manna gagnvart öllum nýjungum í
þá daga. Stefán var vel á veg kominn að fá bændur til að
stofna rjómabú í Dölunum, en það strandaði aðallega fyrir
tilverknað eins manns. Á aldamótahátíðinni, sem var í
Hvammi, var Stefán einn ræðumannanna og mælti fyrir
munn Vestur-íslendinga.“
Hér lýkur frásögn Þóru Mörtu, dóttur Stefáns.
Ekki er nú vitað hvað stóð raunverulega í vegi fyrir
stofnun rjómabúsins þetta aldamótaár. Virðist sem þetta
mál hafi verið talsvert mikið undirbúið og víst er um það, að
á aðalfundi sýslunefndar Dalasýslu árið 1900 er lögð fram
beiðni frá hreppsnefnd Miðdalahrepps um lántökuheimild
upp á 2.500,- krónur, sem sýslunefndin samþykkti fyrir sitt
leyti. Svo virðist það mál ekki koma meira fyrir sýslunefnd.
En einmitt á þessu sama ári var stofnað fyrsta rjómabúið í
landinu, þ.e. í Syðra-Seli í Hrunamannahreppi, er tók til
starfa 10. júlí árið 1900.
Árið 1901 flytur svo Stefán og fjölskylda til Reykjavíkur
og hafði þá kvatt æskustöðvarnar að fullu og öllu. - Athafnir
hans færðust þá mjög í aukana, einkum á sviði véltækni, sem
að lokum náði meira og minna um allt landið. Eftir að hann
var búinn að stofna bú sitt á Reykjum hóf hann - fyrstur
manna - ásamt Eggerti Briem í Viðey að gerilsneiða mjólk
hér á landi.
í bókinni Sveitin við Sundin - búskapur í Reykjavík 1870-
1950 eftir Þórunni Valdimarsdóttur, er Sögufélagið gaf út
1986 í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur er birt upp úr
gömlu blaði eftirfarandi auglýsing frá Stefáni B. Jónssyni: