Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 139
MJÓLKURVINNSLA í DÖLUM
137
Aðeins tvö bú störfuðu fram á fimmta áratuginn, að Búum
í S.-Þingeyjarsýslu og Baugsstöðum í Flóa.
Um 1940 og þar á eftir tóku nokkur smjörsamlög til starfa.
Heimasmjör stóðst ekki samkeppni við mjólkurbúin. Fyrsta
smjörsamlag af þessu tagi í Dölum var stofnað í Búðardal
árið 1939 og starfaði um skeið á vegum Kaupfélags
Hvammsfjarðar.
Gráðostagerð í Saurbœ
í 15. árgangi Búnaðarritsins árið 1915 er eftirfarandi kafli
tekinn úr merkri grein eftir Gísla Guðmundsson gerlafræð-
ing:
Gráðaostar
Á annað þúsund ár hafa bændur í suðurhluta Frakk-
lands gert gráðaosta. Ostarnir eru kendir við frakkneska
þorpið Roquefort, því þangað eru þeir sendir til geymslu
og látnir brjóta sig. í Roquefort-\>orpinu eru kalkkend
fjöll, og inn í kalklög þeirra eru grafnir stórir hellar. I
þeim eru ostarnir geymdir.
Gráðaostarnir frakknesku eru gerðir úr sauðamjólk. í
grend við Roquefort-þorpið eru því mörg samlagssel og
ostagerðaskálar. Bændur, sem búa langt frá Roquefort-
þorpinu, gera ostana heima fyrir, en flytja þá í samein-
ingu til geymsluhellanna. En þeir, sem hvorki senda
ærnar í samlagssel né gera gráðaost heima fyrir, selja
mjólkina í næsta ostagerðaskála og fá 18-25 aura fyrir
hvern lítra.
Gráðaostagerðin frakkneska hefir aukist um meira en
helming frá því á miðri nítjándu öld, og sýnir það ljósast,
hve mikil eftirspurnin er, enda hafa gráðaostarnir frakk-
nesku farið sigurför um víða veröld. Pessi ostagerð hefir
verið frökkum mikil auðsuppspretta, einkum síðan
bændur stofnuðu til samvinnufélagsskapar með alt, sem
að ostagerðinni lýtur.
I