Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 140
138
BREIÐFIRÐINGUR
Um íslenskar gráðaostatilraunir segir svo í sömu grein:
íslenzkur gráðaostur,
gerður með frakkneskri gráðamyglu
Eflaust hafa margir heyrt þess getið, að Jón Guðmunds-
son frá Þorfinnsstöðum í Önundarfirði hefir kynt sér
gráðaostagerð í Frakklandi. Sumarið 1913 fékk hann
frakkneska gráðamyglu og reyndi að gera með henni
gráðaost. Þegar þess er gætt, hve ófullkominn útbúnaður
var notaður við þessar ostagerðartilraunir, má segja, að
þær hafi heppnast ágætlega. Um haustið 1913 sendi J.G.
mér sýnishorn af gráðaosti þeim, er hann gerði um
sumarið. Eftir sýnishorninu að dæma jafnaðist osturinn
fyllilega á við annars flokks gráðaostana frakknesku, en
það eru þeir gráðaostar, sem venjulega eru fluttir til
íslands. Ostagerðartilraun J. G. hefir því leitt í ljós, að
unt sé að gera hér allgóða gráðaosta með frakkneskri
gráðamyglu.
Jón Á. Guðmundsson ostagerðarmaður var fæddur á
Þorfinnsstöðum í Önundarfirði 7. ág. 1890, d. 11. ág. 1938.
Hann dvaldi við búfræðinám á Hvanneyri árin 1908-1910.
Eftir að búfræðináminu lauk mun hann fljótlega hafa siglt til
Noregs og Danmerkur og kynnt sér mjólkuriðnað í þeim
löndum. Lengst mun hann þó hafa dvalið við nám í gerla-
fræði og ostagerð, bæði í Skotlandi og Frakklandi, en þar
kynntist hann aðallega gráðaostagerðinni. Trúlega er hann
kominn heim árið 1913. Hann byrjar strax á ostagerð, þegar
heim kemur en ekki er fyllilega vitað hvar hann byrjaði.
Hann vinnur við gráðaostagerð á Hvanneyri árið 1916.
Sumarið 1917 dvelur hann við gráðaostagerð á Kirkjuhóli í
Saurbæ og svo aftur á Hvanneyri 1918. - Hann var við osta-
gerð á þremur stöðum öðrum, Laxamýri í S.-Eing., á Flat-
eyri í Önundarfirði og sumrin 1918-1920 dvelur hann við
ostagerð í Sveinatungu í Norðurárdal.