Breiðfirðingur - 01.04.1991, Side 152
150
BREIÐFIRÐINGUR
skemmdir bættust ekki upp á mörgum árum. Kristján Magnu-
sen (1801-1871) sýslumaður á Skarði á Skarðsströnd, vara-
þingmaður fyrir Snæfellsnessýslu, mælti með að nefnd yrði
skipuð til að íhuga málið. Forseti bar undir þingið hvort
kjósa ætti nefndina og var það samþykkt. í nefndina voru
kosnir: Þórður Sveinbjörnsson með 18 atkvæðum, Þorvald-
ur Sívertsen (1798-1863), þingmaður Dalasýslu, með 6
atkvæðum og Þorsteinn Pálsson (1806-1873) prestur, þing-
maður Suður-Þingeyjarsýslu, með 6 atkvæðum.8*
Á 16. fundi Alþingis 22. júlí var málið tekið fyrir aftur.
Forseti fól framsögumanni nefndarinnar, Þórði Sveinbjörns-
syni, að lesa nefndarálitið, hvað hann gerði.9) í því segir að
þrjár bænarskrár hafi borist frá Eyjafjarðarsýslu og Suður-
og Norður-Þingeyjarsýslum með 122 undirskriftum, og fara
undirskrifendur fram á það „...að útvegað verði Allrahæst
lagaboð, sem lýsi fullri friðhelgi á æðarfugli allstaðar og
kríngum allt land og leggi sektir við, ef hann er af ásettu
drepinn.“ Þá hafi fjórar bænarskrár frá sömu sýslum og með
239 nöfnum borist þinginu, og er þar farið fram á ...að
leyft verði að ósekju að veiða og drepa æðarfugl.“ Þessar
fjórar bænarskrár segir nefndin að séu með þeim hætti að sú
úr Suður-Þingeyjarsýslu hafi 140 nöfn, en öll skrifuð með
sömu hendi, og af 63 nöfnum sem séu rituð á tvær úr Eyjar-
fjarðarsýslu, séu 20 þau sömu og í sömu röð á báðum og
rituð með sömu hendi.lu)
Nefndin segir þá sem vilja að æðarfugl sé alltaf og alls
staðar friðhelgur telja að æðarvarpi fari hnignandi um allt
land. Hins vegar væru möguleikar á því að auka varplöndin,
þau gætu verið margfalt fleiri ef vel væri á haldið. Arður
landsmanna af æðarfuglinum sé giskað á að muni vera
209.000 rbd. á ári, enda sé það vilji konungsins að friða
varplönd og æðarfugl, bæði með löggjöf og verðlaunum. Það
sé gagnstætt vilja löggjafans að eyða uppsprettunni hvaðan
ávaxtarins er von. Nefndin gat þess að hún hefði fengið vitn-
eskju um það að á árunum 1842, 1843 og 1844 hafi verið selt
héðan til Kaupmannahafnar 16 þúsund pund æðardúns fyrir