Breiðfirðingur - 01.04.1991, Síða 158
156
BREIÐFIRÐINGUR
sögðu breytt miklu að menn gátu bókstaflega farið að stunda
skotveiðar. Einn og einn maður mun hafa gert sér það að
atvinnu, og þegar veiðináttúran nær tökum á mönnum og
þeir geta óheftir stundað iðju sína, verða þeir stundum æði
stórtækir.
Þeir menn sem yfirleitt stunduðu þessar veiðar munu ekki
hafa verið jarðeigendur eða ábúendur, heldur munu þetta
hafa verið lausamenn, verslunarmenn í kaupstöðunum og
stundum fátækir þurrabúðarmenn.
Það er skiljanlegt að jarðeigendur og ábúendur þeir sem
hagsmuna áttu að gæta í sambandi við æðarfuglinn hafi ekki
verið ánægðir með þessa þróun, þeir hafa talið sig missa
drjúgan spón úr aski sínum. Æðarvarp og dúntekja var á
mörgum góðjörðum við sjávarsíðuna, og eigendur þeirra
eða ábúendur í góðu sambandi við alþingismenn og yfirvöld,
og tölurnar úr Þingeyjarsýslunum um dráp á æðarfugli, og
frá Þorsteini bónda á Skipalóni í Eyjafirði, hafa ýtt við
mönnum. Þetta mál rann liðugt í gegn um þingið og bænar-
skrá send konungi, enda mun friðun æðarfuglsins ekki hafa
haft nein útgjöld í för með sér fyrir ríkið (danska ríkið).
í veiðilaganefndina sem Alþingi skipaði árið 1847 munu
hafa valist eingöngu menn sem töluverðra hagsmuna höfðu
að gæta í sambandi við friðun á sel og æðarfugli, eða að
minnsta kosti þeir sem þessir menn voru þingmenn fyrir,
t.d. Djúpmenn og fleiri í ísafjarðarsýslu, jarðeigendur sem
áttu jarðir sem lágu að sjó, sem Jón Sigurðsson var fulltrúi
fyrir, Þorvaldur Sívertsen sem sjálfur var bóndi í Hrappsey
á Breiðafirði, þar sem einna mestra hagsmuna var að gæta í
þessum efnum, og Jón Guðmundsson, þingmaður Skaftfell-
inga.