Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 162
160
BREIÐFIRÐINGUR
kom ekki annað til greina en biblían. Hún hefur verið þýdd
á fleiri tungur en nokkur önnur bók í víðri veröld. Biblíu-
þýðingar eru yfirleitt mjög nákvæmar svo hægt er að bera
saman textana næstum orði til orðs, efni sem maður þekkir.
Þessi heilabrot urðu til þess að ég fór að safna biblíum.
Sú fyrsta sem ég fékk fyrir frímerki er á máli sem heitir
Roviana og er talað á einni af Salómonseyjum í suðurhluta
Kyrrahafs. Um það bil 12 þúsund manns tala þetta mál, sem
er skylt malaisku. Eiginleg söfnun byrjaði þó þegar ég rakst
á biblíuna á rúmlega þrjátíu tungumálum víðs vegar að í
Bókaverslun Snæbjarnar í Hafnarstræti. Pær höfðu verið þar
á sýningu, en að henni lokinni kærði enginn sig um að eiga
þær, svo ég fékk þær keyptar fyrir sáralítið verð.
Þegar hér var komið varð mér ljóst að ekki tjáði að ég
sankaði að mér biblíum alveg skipulagslaust. Ég varð að
flokka þær eftir skyldleika tungumálanna og gefa hverri bók
ákveðið númer. Ég varð mér úti um handbækur um flokkun
tungumála. Þar komst ég að því að málfræðingar skipuðu
tungumálum niður í tuttugu og sex ættir og að hver ætt
greindist í flokka, undirflokka og greinar. Ýmislegt kom mér
á óvart, til dæmis hve mikill fjöldi óskyldra mála er meðal
amerískra indíána, sérstaklega í Suðurameríku. Ég á nú
nokkuð á þriðja hundrað indíánamál og vantar þó allmörg
enn.
Á eynni Nýju-Guineu norður af Ástralíu eru talin vera um
sjö hundruð tungumál, enginn veit það þó með vissu. Eyjan
er fjöllótt og vaxin þéttum frumskógi og talið er að enn geti
leynst þar þjóðflokkar, sem hvítir menn hafa aldrei heim-
sótt. Hlutar biblíunnar hafa verið þýddir á mörg þessara
mála og af þeim á ég rúmlega 130 mál. Ég komst í samband
við trúboðsstöð í Nýju-Guineu þar sem unnið er að því að
þýða kafla úr biblíunni á mál innfæddra. Fólkið þar hefur
reynst mér ákaflega vel og sent mér allar útgáfur sínar og
ýmsar upplýsingar til dæmis hve margir tala hvert mál. Þarna
starfa málfræðingar frá mörgum þjóðum. Helst virðist mér
þeir vera frá Þýskalandi, Sviss og Bandaríkjunum. Þeir haga