Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 164

Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 164
162 BREIÐFIRÐINGUR og pantaði þessar bækur. Ég fékk fljótlega bréf þaðan frá konu, sem um þessar mundir sá um útgáfuna. Hún lét mig vita ákveðið að tilgangur þeirra í Perú væri að koma guðs- orði á framfæri við indíánana og að þeir fengju bækurnar á vægu verði. Hún kvaðst ekki hafa áhuga á því að láta þessar bækur safna ryki í bókahillum einhvers safnara norður á Is- landi. Ég gæti því ekki fengið neina bók af þeim sem ég pant- aði. Aftur á móti sagðist hún hafa tvær gallaðar biblíur á málum, sem ég hafði ekki pantað, en ég gæti fengið þær á tvöföldu verði við það sem indíánarnir greiddu fyrir galla- laus eintök. Ég leitaði í spjaldskránni hjá mér og sá þar að ég átti þegar óskemmdar biblíur á báðum þessum málum. Ég vissi að þessi félög skiptu venjulega um starfsfólk í hita- beltislöndum á tveggja ára fresti. Svo ég beið í tvö ár og skrifaði aftur til Perú og endurnýjaði fyrri pöntun. Litlu síðar fékk ég bækurnar sendar ásamt vinsamlegu bréfi frá nýjum forstöðumanni, sem einnig var kona. Hún sagðist hafa bækur á nokkrum fleiri indíánamálum og gæti sent mér þær ef ég vildi. Ég þakkaði henni innilega og fékk hjá henni nokkrar fleiri bækur, sem ég átti ekki fyrir. Mér hafði lengi leikið hugur á að eignast biblíu frá landi því er Rússar kalla Grúsíu, en það er eitt af Sovétlýðveldun- um. Innfæddir kalla landið sitt Sakartvelo, en vilja ekki heyra að það heiti Grúsía. Tungumálið kalla þeir kartvelían. Petta er ævafornt tungumál af ætt Kákasusmála og Kartvelar eiga fornar og merkilegar bókmenntir. Þeir tóku kristna trú árið 337 og eru því meðal elstu kristinna þjóða í heimi. Stalín bóndi í Kreml var borinn og barnfæddur Kartveli og hefur lært að lesa þetta undarlega letur sem kartvelar nota enn í dag. Kannski hefur hann lært að stauta Nýja testa- mentið. Móðir hans var mjög trúuð kona. Stalín, sem þá hét Jósef Djúgasvili gekk í prestaskóla, en var rekinn þaðan rétt áður en hann átti að taka guðfræðipróf, vegna þess að hann var uppvís að því að hafa undir höndum bannaða bók Darwins: Uppruni tegundanna. Á stríðsárunum dvaldi hinn heimsfrægi þýski ævisagnahöfundur Emil Ludwig í Moskvu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.