Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 164
162
BREIÐFIRÐINGUR
og pantaði þessar bækur. Ég fékk fljótlega bréf þaðan frá
konu, sem um þessar mundir sá um útgáfuna. Hún lét mig
vita ákveðið að tilgangur þeirra í Perú væri að koma guðs-
orði á framfæri við indíánana og að þeir fengju bækurnar á
vægu verði. Hún kvaðst ekki hafa áhuga á því að láta þessar
bækur safna ryki í bókahillum einhvers safnara norður á Is-
landi. Ég gæti því ekki fengið neina bók af þeim sem ég pant-
aði. Aftur á móti sagðist hún hafa tvær gallaðar biblíur á
málum, sem ég hafði ekki pantað, en ég gæti fengið þær á
tvöföldu verði við það sem indíánarnir greiddu fyrir galla-
laus eintök. Ég leitaði í spjaldskránni hjá mér og sá þar að
ég átti þegar óskemmdar biblíur á báðum þessum málum.
Ég vissi að þessi félög skiptu venjulega um starfsfólk í hita-
beltislöndum á tveggja ára fresti. Svo ég beið í tvö ár og
skrifaði aftur til Perú og endurnýjaði fyrri pöntun. Litlu
síðar fékk ég bækurnar sendar ásamt vinsamlegu bréfi frá
nýjum forstöðumanni, sem einnig var kona. Hún sagðist
hafa bækur á nokkrum fleiri indíánamálum og gæti sent mér
þær ef ég vildi. Ég þakkaði henni innilega og fékk hjá henni
nokkrar fleiri bækur, sem ég átti ekki fyrir.
Mér hafði lengi leikið hugur á að eignast biblíu frá landi
því er Rússar kalla Grúsíu, en það er eitt af Sovétlýðveldun-
um. Innfæddir kalla landið sitt Sakartvelo, en vilja ekki
heyra að það heiti Grúsía. Tungumálið kalla þeir kartvelían.
Petta er ævafornt tungumál af ætt Kákasusmála og Kartvelar
eiga fornar og merkilegar bókmenntir. Þeir tóku kristna trú
árið 337 og eru því meðal elstu kristinna þjóða í heimi.
Stalín bóndi í Kreml var borinn og barnfæddur Kartveli
og hefur lært að lesa þetta undarlega letur sem kartvelar
nota enn í dag. Kannski hefur hann lært að stauta Nýja testa-
mentið. Móðir hans var mjög trúuð kona. Stalín, sem þá hét
Jósef Djúgasvili gekk í prestaskóla, en var rekinn þaðan rétt
áður en hann átti að taka guðfræðipróf, vegna þess að hann
var uppvís að því að hafa undir höndum bannaða bók
Darwins: Uppruni tegundanna. Á stríðsárunum dvaldi hinn
heimsfrægi þýski ævisagnahöfundur Emil Ludwig í Moskvu.