Breiðfirðingur - 01.04.1991, Side 168
166
BREIÐFIRÐINGUR
heitir International Bible Translators. Ég fékk sendan bóka-
lista frá þeim og sá að þar voru á boðstólum hvorki meira né
minna en sautján tungumál, sem ég átti ekki og hafði ekki
getið mér til að væri mögulegt að fá. Ég gerði strax pöntun
og eins og venjulega bað ég um að mér yrði sendur reikn-
ingur yfir verð bókanna og burðargjald. Litlu síðar fékk ég
bókasendinguna frá Svíþjóð og bréf með. Þar var mér til-
kynnt að Guðsorð væri ekki til sölu. Allt sem þeir gæfu út
væri sent ókeypis til þeirra þjóða er töluðu þessi tungumál.
Að endingu var þó tekið fram í bréfinu að þeir ættu sér gíró-
númer og að gjafir frá þeim, sem vildu styrkja starfsemina
væru þegnar með þökkum. Ég reyndi að meta sendinguna til
verðs, fékk sænskan gjaldeyri í banka og sendi fyrirtækinu
með bestu þökkum. Síðan fæ ég fréttabréf fjórum sinnum á
ári um útgáfuna hjá þeim. Það kemur sér vel fyrir mig.
Að lokum skal getið einnar biblíu, sem er alveg einstök.
Hún er á máli baska, sem byggja norðurhluta Spánar og
nokkuð í Frakklandi norðan Pyrenneafjalla. Einnig búa
margir baskar vestan hafs, bæði í Norður- og Suður-Ameríku.
Alls er talið að tvær og hálf milljón manna tali þetta mál.
Pessi biblía passar ekki í neinn málaflokk í safni mínu.
Fjöldi málvísindamanna hefur rannsakað baskamálið ræki-
lega, en ekki fundið neinn vott af skyldleika þess við nokk-
urt annað tungumál í veröldinni. Málfræði þess og orðaforði
er gerólíkt öllum öðrum málum. Þetta mun vera eina þjóð-
tungan í heiminum, sem sker sig úr á þennan hátt. Petta mál
er mjög fornt. Pað sést m.a. á því að öll orð sem tákna
eggjárn, svo sem sverð, spjót, hnífur, skæri, sög o.s.frv.
hafa í sér orðstofn sem þýðir steinn. Það sýnir að þetta mál
var talað á steinöld. Baskarnir hafa búið á Spáni í þúsundir
ára og jafnvel latínan gat ekki haft áhrif á tungu þeirra.
Margar getgátur hafa komið fram um uppruna baskanna, en
allar eru þær út í bláinn. Skemmtilegust finnst mér sú kenn-
ing að baskarnir hafi búið á Atlantis, sem grískar sagnir
segja að hafi verið einhvers staðar vestan við Gíbraltar og
sokkið skyndilega í sæ. Þá gæti verið að einhverjir íbúanna