Breiðfirðingur - 01.04.1991, Side 170
s
Ur syrpum séra Friðriks Eggerz
Frá Halldóri og Skeggjaliði
(Eftir Lbs. 2005, 4to)
Halldór hét bóndi á Melum á Skarðsströnd. Ættfróðir
menn hafa talið hann réttlínis kominn frá manni þeim er
Björn hét, bjó hann í Öxl og var við hana kenndur, og kall-
aður Axlar-Björn.
Halldór þótti illur viðurskiptis, þungur og mjög óþýður í
skapi, kvongaður var hann, en ekki er þess getið hvað kona
hans hét eða hvört hún var í nokkrum skyldugleikum við
Halldór, er mun hafa verið Illhugason, bróðir Ólafs, föður
Bjarna, föður Bjarna skratta. Halldór átti tvo sonu með
konu sinni, Hannes og Skeggja, og urðu þeir báðir hinir
mestu þrekmenn, og þó var Hannes þeirra bræðra meiri, en
um skaplyndi líktust þeir föður sínum.
Fiskeríe var í þá daga mikið á Breiðafirði, og sóktu þeir
bræður jafnan fast róðrana, tveir á bát, á mið það er kallað
er Slóðir; það er fyrir ofan Hafnareyjar og Líney og fram
undan Veiðileysum hið ytra. Fiskuðu þeir bræður vel og
drógu nálega í mótviðri bátnum hvört er þeir vildu, svo voru
þeir ramir að afli.
Það var einn morgun, að Halldór gekk út að sjá til veðurs,
og leist honum það mjög svo ískyggilegt. Gengur hann þá til
sona sinna, var þá Hannes að búast til róðurs. Halldór
m(ælti): „Hann ætlar að gjöra veður!“ Hannes s(varaði): „I
rassinum á þér, faðir minn!“ Ekki er þess getið, að þeir
feðgar skiptust fleiri orðum viö, enda var þá ekki Hannes að
letja, og reri hann um daginn, en Skeggi sat á landi. Veður
gjörði afskaplega mikið um daginn frá suðri, og druknaði
Hannes þar á Slóðunum.