Breiðfirðingur - 01.04.1991, Side 171
FRIÐRIK EGGERZ
169
Bjó Halldór þar eftir nokkra hríð á Melum með Skeggja
syni sínum og Þuríði dóttur. Eftir það kvongaðist Skeggi og
fékk þeirrar konu er Guðrún hét Sigmundsdóttir. Við henni
gat hann þessi börn: Hannes, Ingibjörgu, Sigmund, Rcbekku,
Valgerði, Þorbjörgu og Þuríði. Bjó hann fyrst að Nýp og
síðan að Heiðnabergi.
Skeggi reri haust og vor í Bjarneyjum og var þar formað-
ur. Þegar Skeggi dró lítt fiskinn gekk honum ekki orð frá
munni, var hann þá mjög úfrýnn, yfirgaf bát og háseta er
hann lenti, lagðist í skinnklæðunr öllum uppí flet sitt og
neytti einkis og fór svo aftur til róðranna. Oft var það að
Skeggi fór einn á báti úr Bjarneyjum að Heiðnabergi í
norðandrifaveðrum. Einu sinni komst hann á ferðum þeim í
Kálfhólma við Ballará, rak á norðanveður með frosti og hríð
svo nálega var ófært bæja á milli. Skeggi setti þar upp bát
sinn, hafði hann þá misst hatt sinn, en svo var þá skap hans
mikið, að ekki vildi hann þiggja gisting að Ballará né hatt þó
honum boðinn væri og aungu vildi hann bergja, og svo fór
það á öðrum bæjum þar hann kom því ekki linnti hann fyrr
en hann náði í hríðinni að Heiðnabergi. eða Búðardal, þar
heimkynni hans var.
Þá Skeggi sleppti búskap sínum fór hann á vist til Elínar
ekkju Magnúsar sýslumanns Ketilssonar, Brynjólfsdóttur,
er þá bjó að Búðardal. Var hann með henni í 8 ár, og nauta-
maður á vetrum, og lá hann þá jafnan um nætur í fjósbási og
þýddist nálega aungvan mann, og ekki dugði að vera honum
blíðmáll eður atlotagóöur, því við það þrútnaði skap hans
einasta, en mýktist við átölur. Skeggi var hinn mesti starfs-
og dyggðarmaður í verkum, húsbóndahollur, og þó talinn
miður hreinn í lund. Þá hann gjörðist gamall fór hann að
Skarði og var í niðursetu hjá Skúla sýslumanni Magnússyni
og deyði þar háaldraður.
Svo var mikið sundurlyndi með þeim systkinum, börnum
Skeggja, að þá þau sóktu til kirkjufundar, máttu þau ekki
eina leið eiga, fór eitt til fjalls og annað til fjöru og hið þriðja
miðleiðis. Og varð það að máltaki, ef menn fóru dreift, að