Breiðfirðingur - 01.04.1991, Blaðsíða 174
172
BREIÐFIRÐINGUR
menn ferðuðust eins og Skeggjaliðið. Hannes varð ei gamall
né Þuríður hin yngri.
Ingibjörg var á vist með Eggerti presti Jónssyni að Ballará.
Svo var skap hennar mikið, að einhvörju sinni gekk hún af
stöðli með mjólkurfötur tvær. Maður gekk upp götu frá
bænum er Ingib(jörgu) var lítið um gefið, hafði hún ei skap
til að ganga um hina sömu leið og sneri með fasi miklu af
veginum og urðu þúfur miklar fyrir henni, datt Ingibjörg þar
og steypti mjólkinni. Bar þar mann þann að henni, hellti
mjólkinni milli skjólanna og fékk aðra þeirra fulla, og
steypti hann þeirri yfir höfuð Ingibjargar og gekk þegjandi á
brott, en Ingibjörg var þar þegjandi og agndofa. Ingibjörg
varð barnshafandi af völdum Magnúsar Magnússonar Mó-
bergs, er húskarl var að Ballará, gat hún eigi barnið alið og
deyði af barnsförum.
Rebekka og Valgerður vóru einnig griðkonur að Ballará
og deildu þær nálega á hvörjum degi frá því þær risu um
morgna til þess á kvöldum. Var þar þá hinn þriðji skap-
vargur í deilum þeirra, og hét sú Helga. Venja var sú á
bænum að lesa sálm og morgunbæn, er menn vóru úr rekkj-
um stignir; en svo deildu þær mjög undir sálmum þeim og
bænum, að venja sú hlaut að niðurleggjast.
Rebekka fór þaðan undir Jökul, giftist hún Jóni nokkrum
Bjarnasyni, hann var drykkjumaður mikill og kallaður Jón
stórasál. Komst hann í sauðaþjófnaðarmál og var hann
hýddur. ílla féll á með þeim hjónum og skildu þau. Þeirra
sonur var Stephán, fór hann til Flateyjar á Breiðafirði.
Valgerður Skeggjadóttir átti son þann við Magnúsi
Móberg áðurnefndum er Magnús hét - sumir héldu hann son
Gunnars bónda að Heiðnabergi. Valgerður giftist þar eftir
manni þeim er Daníel hét Þorláksson Einarssonar. Hann var
vitgrannur og bögumæltur, og hún litlu miður. Hún dvaldist
með bónda þeim í Hvarfdal er Gísli hét Sæmundsson. Henti
hann gaman að því, er Valgerður átti að spyrja hann um,
nær hann mundi syngja Hugvekjusálma, að hún lofaði mjög
þann Hugvekjusálminn, er hún kvað svo byrja: „Hafsúlan
hraðar sér hallar út degi.“