Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 175
FRIÐRIK EGGERZ
173
Sigmundur Skeggjason var nokkur ár á vist með Guð-
mundi Gunnarssyni á Tindum, fór hann þaðan suður til
Borgarfjarðar, giftist þar, lifði í fátæki miklu og var hross-
æta.
Þuríður Halldórsdóttir var lengi á vist með Einari danne-
brogsmanni Ólafssyni á Rauðseyjum og dó þar. Þuríður
hafði kæk þann við mörg orð að segja „U“ (á að lesast lint
u, en ekki hart ú). Menn hentu gaman að því, að Einar hefði
eitt sinn átt að vera við öl og spyrja Þuríði, hvað til þess
mundi koma, að hann væri svo hvervetna virtur þar hann
kæmi, og mælti: „Svara þú nú af skilningi!" Þuríður svaraði:
„Það gjöra nú verkin þín, Einar minn, U“. Þá sögðu háðskir
menn, að Einar hefði átt að segja: „Þú svaraðir rétt - það
gjöra verkin mín.“
Allt það Skeggja fólk var skapstórt og vinnumikið. Þor-
björg átti Guðmund bónda Jónsson er bjó í Barmi, skildi
hún ílla sambúð við bónda sinn, og var í ýmsum stöðum,
seinast fór hún til Hrappseyjar sem Skarðsstrandar ómagi og
deyði þar hjá Þorvaldi bónda Sigurðarsyni.
Nokkur erindi úr Lbs. 936, 4to
(s. 97, 80, 383)
Vísa incerti authoris [þ.e. ókunns höfundar]
Skrattinn á skjóttum hesti
skundaði hjá eg sá hann,
brúkaði hatt óbrettan
brúnsíður á kápu víðri,
sauðsvartur seggur birtist
sóðalegur og hljóður.
Hann var með hærri mönnum
honum eg lýsi í vísu.