Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 179
FRIÐRIK EGGERZ
177
sá mjög eftir grallarasöngnum, sem var rutt úr vegi með
sálmabókinni 1801. Sagðist Friðrik aldrei hafa átt hana
„viku lengur“.2 Frændum Friðriks á Skarði þótti hann of
fastheldinn á grallarasönginn. Friðrik vandaði eðlilega elli
þeim prestum kveðjurnar sem fylgdu nýjum siðum, segir
t. d. í ritinu „Um villur og aflaganir“ s. 6: „Eg hefi sjálfur séð
einn prest... svo þungbúinn af breytingarsýki“.
Fessi prentuðu rit eru þó ekki nema lítið brot af öllu því
sem séra Friðrik skrifaði. í Handritadeild Landsbókasafns er
fjölmargt með hans hendi, en hér verða aðeins nefnd þau
tvö handrit, sem sýnishorn eru prentað úr. Titill fyrrnefnda
handritsins, Lbs. 2005, 4to, er: „Nokkrar smásögur og sagnir
um ýmsa menn og viðburði samantínt í eitt, bæði úr bókum
og af frásögnum ýmsra manna að ekki skyldu týnast eða eyð-
ast með öllu. 1854.“ Að efni til eru þetta sagnir ýmsar og
þjóðsögur svipaðar og eru í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Eins og stendur í titlinum eru í handritinu uppskriftir eftir
öðrum handritum, m.a. eftir Gísla Konráðsson, en ekki
síður margt eftir því sem Friðrik hafði heyrt á Skarðsströnd
eins og meðfylgjandi sýnishorn ber með sér.
Ætla hefði mátt að Jón Árnason hefði haft samband við
Friðrik um öflun efnis af þessu tagi, en það var aldrei gert.
Jón var kvæntur Katrínu dóttur Þorvalds Sívertsens í
Hrappsey og Friðrik var ekki vinur Þorvalds og það dugði til
að Friðrik lagði ekki neitt af ínörkum í Þjóðsögurnar. Einn
efnisþáttur í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er þó ekki í fyrr-
nefndu handriti Friðriks, en það eru ævintýri. Þau segist
Friðrik hafa kunnað hundruðum saman og gert skrá um þau
sem sé týnd.2 En aldrei skrifaði hann þessar „karla- og kerl-
ingasögur“ og er að því mikill skaði. Fyrrnefnt handrit hefur
ekki verið mikið notað í prentuðum bókum, en í útgáfu
þyrfti að greina sundur það sem er frá Friðrik sjálfum komið
eða öðrum. Töluvert hefur þó verið prentað í Þjóðsögum
Jóns Þorkelssonar og er úr oftnefndu handriti m.a. sagan
„Frá ríka Móra“.