Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 21
Ragnheiður Traustadóttir
Skáli Eiríks rauða í Haukadal
Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur, rannsakaði Eiríksstaði í
Haukadal í Dalasýslu 1997-1998 ásamt Guðmundi Ólafssyni, deildarstjóra á
Þjóðminjasafni Islands.
Verstu fréttir sem fornleifafræðingar gátu fært Dalamönnum
og öðrum, sem vilja ráðast í endurgerð á skála Eiríks rauða að
lokinni fomleifarannsókn á Eiríksstöðum sumarið 1998, hefðu
vafalaust verið að rústirnar þar og fornbókmenntimar segðu
hvor sína sögu; að hinar ólrku heimildir toguðust á af þvílíku
afli, að tengslin á milli þeirra, sem hafa verið svo sterk í huga
Islendinga um langan aldur, hlytu að rofna og stæði hvor um
sig eftir ein og sér og án stuðnings af hinni.
Skyldi það ekki skyggja á hátíðahöldin, þegar þúsund ára
afmælis Vínlandsfundar yrði minnst árið 2000, héldi Þjóð-
minjasafn íslands því fram að bæjartóftirnar, sem almennt eru
álitnar vera fæðingarstaður Leifs heppna, væru ekki frá sögu-
öld eins og ætlað var?
Kristján Eldjárn skrifaði um okkur Islendinga í bókinni
Gengið á reka (1948); „Við þolum ekki nafnlausa gripi. Við
verðum ekki töfraðir af að virða fyrir okkur fomgripi sem
þögul vitni um nafnlausa menn liðinna alda.“
Af því er enda áhugi okkar sprottinn á yfirlætislausri, vall-
gróinni þúst neðan Stapakletta neðarlega í norðurhlíðum
Haukadals í Dalasýslu, að við getum sett hana í samband við
nafnkennda hetju úr fornbókmenntunum.