Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1998, Síða 27

Breiðfirðingur - 01.04.1998, Síða 27
SKÁLI EIRÍKS RAUÐA 25 Tóftin var óvenjulega greinileg á yfirborðinu, dæmigert skálalagið mátti sjá nteð berum augum. Helsta ástæðan fyrir því var að sjálfsögðu hinar tíðu rannsóknir, sem skerptu allar útlínur. Varðveisluskilyrðin eru samt ekki slæm á þessum stað. Innanmál rústarinnar, sem snýr frá austri til vesturs, var rífir 12 m á lengd, um 4 m á breidd og smámjókkaði til endanna. Veggþykkt var á bilinu 1 til 1,6 m. Ekki bar á skriðunni ofan við rústina, en 8 m fyrir neðan hana í hlíðinni sáust leifar lítils húss, sennilega jarðhýsis. A suðurhlið, þeim megin sem snýr niður í dalinn, þar sem Haukadalsá hlykkjast á leið til sjávar, virtist inngangurinn í skálann hafa verið, um 1 m frá innan- verðum vesturgaflinum, eins og Þorsteinn Erlingsson taldi. Enn fremur sáust vel ummerki frá fyrri uppgröftum. Sól skein í heiði þá daga sem könnunarrannsókn okkar fór fram. Skilyrði til fornleifagraftar voru ákjósanleg. Grafinn var um 1 m breiður og 9,5 m langur skurður þvert á miðju rústarinnar, en breikkaður í rúma 3 m innan í henni. Með þessu móti vildum við komast að því hvort raunverulega væri um víkingaaldarskála að ræða með langeldi í honum miðjum og finna ytri og innri veggbrúnir auk setbekkja fram með þeim. Mjög grunnt reyndist vera niður á minjamar inni í rústinni. Ofan á vegghleðslunum var aftur á móti allur uppmokstur þeirra Þorsteins og Matthíasar, sem þurfti að grafa burt. Það kom okkur skemmtilega á óvart, að þrátt fyrir rask við fyrri rannsóknir, voru veggir að miklu leyti óspilltir og mátti finna merki um setbálka meðfram þeim, þar sem heimamenn höfðu setið við vinnu og hvílst. Langeldurinn kom í ljós um leið og grasrótinni var flett af. Hann þekktist þegar í stað af teikningum Þorsteins Erlingsson- ar, þótt grjótið væri orðið mjög frostsprungið, því að það var fremur illa varið undir svo þunnum jarðvegi. Tíu til tólf flatar hellur voru í eldstæðinu og mátti sjá að kringum það höfðu hellur verið reknar niður á rönd, en þannig voru eldþrær myndaðar. Jarðvegurinn var blandaður sóti, viðarkolaösku og einstaka brotum af brenndum beinum. Lengd langeldsins var að minnsta kosti 1,2 m og breidd 0,6 m. Hann er því ekkert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.