Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 55
JÓL Á RAUÐASANDI
53
að sækja, hvort þeir treystu sér. Ekki kom sími um Rauðasand
fyrr en 1952, þar áður var aðeins þriðja flokks símstöð í Saur-
bæ.
Þetta merkjakerfi var á þann hátt að ef Naustabrekkumenn
treystu sér þá var kveikt smábál á Markaklettinum og því
svarað frá Melanesi með öðru báli á áberandi stað. Þessi merki
voru framkvæmd í dimmingunni. Allir á Rauðasandi sáu ann-
að þessara bála og þar með var skemmtunin ákveðin á fyrr
settum tíma.
Enn þá man ég hversu vel var fylgst með hvort bálin voru
kveikt og vonbrigðin ef veðri var þann veg farið að fresta varð
samkomunni og þá til næsta veðurfærs dags, og þá einnig
boðað með eldi. Minna umstang var þegar gasluktimar voru
komnar. Þá voru þær notaðar og þá með því að sýna ljósið
nokkrum sinnum í rétta átt og skýla svo ljósinu bak við sig,
þar til móttakandi svaraði á sama hátt, ef hann var á annað
borð sammála. Þessar gasluktir voru einnig notaðar til að lýsa
sér með á ferðinni til Félagshússins ef ekki naut tungls.
Var þá tekið til að búast af stað. Lengst var frá Nausta-
brekku og mun það vera tveggja stunda gangur. Nær jafnlangt
var frá Melanesi um flæði, en um fjöru var talsvert styttra, ef
komist varð á Vaðalinn. Aldrei var svo að hægt væri að nota
fjöruna nema aðra leiðina því skemmtunin tók það langan
tíma.
Tjaldað var því sem til var af sparifatnaði, en slfk vara var
ekki í mörgum eintökum á hvem og einn. Ef ég man rétt
mættu sumar eldri konumar á sínum peysufötum, áttu ekki
annan þægilegri búning ef þær bjuggu sig uppá.
Það var ekki tiltökumál þó fimm til sex ára krakki yrði að
ganga þessa vegalengd, en ef einhver minni voru með í för
voru þau borin. Ég man þó að heima var stundum hestur með í
för og á honum voru eitt til tvö þau minnstu reidd. Þessi
hestur var þó ávallt geymdur í Kirkjuhvammi, því ekkert hús
var nálægt Félagshúsinu þar sem hægt var að geyma hann í.
Það var ávallt vani að koma við í Kirkjuhvammi, hvort sem
verið var að fara til messu eða einhverra annarra samkoma og