Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 83
Kristján Sveinsson
Ferð undan Jökli vorið 1908
Þennan vetur reri ég hjá Níelsi Breiðfjörð Gíslasyni. Áttum
við heima í Bjarneyjum. Var vani að fara heim um páskana, og
út undir Jökul eftir þá, þeir sem reru þar vorvertíðina. Hún
byrjaði eftir páskana og var vanalega til sláttar.
Það var vani að fara að athuga ferðaveður heim eftir pálma-
sunnudagshelgina. Þennan vetur er komið bærilegt heimferð-
arveður á þriðjudaginn eftir pálma, er þá farið að búa sig. Fór
ég með annan mann, Bjarna Bjamason, sem átti heima í
Bjarneyjum. Þá var lítill sexæringur útá Sandi, sem átti heima
í Skáleyjum og átti að skila heim. Fengum við hann lánaðan
upp á það að koma honum til eigandans, sem var Gísli Einars-
son bóndi á Skáleyjum. Báturinn hét Heppinn. Átti hann tvo
með sama nafni, en til aðgreiningar voru þeir nefndir stóri og
litli. Þetta var stóri Heppinn.
Við fórum sem fleiri þennan þriðjudag að búa okkur til ferð-
ar, höfðum við töluvert dót, þorskhausa, kippur og herta ýsu og
spyrta ýsu ásamt rúmfatapokum og skrínum og ýmsu, svo það
var mikið órými í bátnum, en ekki hleðsla. En svo kemur roskin
kona sem biður okkur um far heim í eyjar. Hafði hún ekki getað
fengið far með hinum, svo við tókum hana. Hafði hún ekki
mikið annað dót en rokk, sem mér var illa við að taka en tók
hann samt, því hún mátti til að hafa hann með sér. Þennan dag
fóm bátar aðrir sem áttu heima í Bjameyjum, þeir Níels for-
maður minn og Stefán í Gerðum. Voru þeir ferðbúnir dálítið á
undan okkur en ekki meir en svo að við sáum þá á undan.
Sigldum við nú inn með rifjum og inn á víkur. Þá fer vind-
urinn að ganga meir upp á fjallið svo við náum ekki stefnu