Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 124
Ragnar Guðmundsson
Flyðrulega fyrir meira
en hálfri öld
Líklega hef ég verið á tíunda árinu, þegar atburður sá gerðist
sem hér segir frá, 1945 á síðsumari. Einar bróðir minn fjórum
árum eldri en ég, var þriðji maður í áhöfn á „Ljúf ‘ en það hét
báturinn. Formaður var að sjálfsögðu faðir okkar bræðra Guð-
mundur Einarssonar, á honum byggðist allt. Faðir minn hafði
þann sið að fara í flyðrulegur bæði meðan hann bjó í Hergils-
ey og áfram eftir að við fluttum uppá land að Brjánslæk 1941.
Pabbi var veiðikló mesta á þessa uppáhalds fiskitegund
Breiðafjarðar, flyðruna. Hann hafði sem ungur maður stundað
flyðrulegur hér frá Brjánslæk og þekkti því vel til miða. I
legum þessum var aðeins notað handfæri með einum öngli.
Dagur sá sem nú skal lýsa hófst snemma hvað mig áhrærir.
Eg var þrátt fyrir uppeldi í eyjum ekki neinn sjóhundur,
fremur sjóhræddur ef eitthvað var, og vaknaði því snemma af
spenningi. Pabbi ákvað að nú skyldi reyna á Sauðanes-
boðunum, flyðrumiði hér rétt út með ströndinni lítið eitt
vestan við Sauðanes, nákvæmlega á Sauðeyjasundi milli
Sauðaness og Lambaness. Við bræður ég og Einar vorum
eflaust jafnspenntir, því hvorugur hafði farið í legu með pabba
fyrr. Einar var að vísu mun reyndari sjómaður en ég sökum
aldurs og fleiri hluta. Báturinn hann Ljúfur var ekki stór,
tæplega nítján feta langur, smíðaður í Látrum, ég held þó ekki
af Aðalsteini, heldur fyrir hans tíma.
Nú var haldið af stað, í beitu höfðum við silung, nýveiddan
sjóbirting, sem þá þótti besta beitan. Á boðana komum við