Breiðfirðingur - 01.04.1998, Síða 139
MINNINGAR FRÁ BREIÐAFIRÐI
137
Hvallátrum og vinnumanni, sem var á heimilinu. Einn maður
bjargaðist nauðuglega af bátnum. Eðlilega er mér þessi at-
burður minnisstæður, sem gerðist þann 15. ágúst 1915.
Ég man vel, að kvöldið fyrir þetta slys, var von á föður
mínum heim, en hann dvaldist ásamt öðru fólki frá Hvallátr-
um við heyskap í úteyjum, en þar var legið við í tjöldum um
heyskapartímann og aðeins komið heim á helgum, nema fólk
væri kvatt heim til heyhirðingar. En nú stóð öðruvísi á, því að
fyrirhugað var kofnafar. Ég gladdist mjög, er ég frétti, að
pabbi kæmi heim, en óskaði þess um leið af barnaskap mín-
um, að veðrið yrði nú verulega vont daginn eftir, því að ég
hélt, að þá yrði pabbi kyrr heima. En þegar mér var tjáð, að
hann myndi fara í umrætt kofnafar, ef veður spilltist, því að
annars yrði starfað eitthvað heima, var ég fljótur að snúa við
óskinni. En því miður rættist fyrri ósk mín, og því fór sem fór.
í fljótu bragði varð ekki önnur breyting á högum mínum en
sú, að ég naut ekki lengur ástar og umhyggju föður míns, því
að við systkinin vorum öll að einum bróður undanteknum
áfram í fóstri hjá Ólínu föðursystur okkar og manni hennar
Ólafi Bergsveinssyni. Heimilið var mjög mannmargt, venju-
lega um 20 til 30 manns, þar með talin börn og gamalmenni.