Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 140
138
BREIÐFIRÐINGUR
Hvallátur á Breiðafirði, sennilega um 1960.
Á heimilið réðst nú móðursystir mín, og annaðist hún að
mestu um okkur systkinin, en sá grunur hvarflar að mér, að ég
hafi verið svo háður pabba mínum, þegar hann dó, að erfitt
hafi verið að öðlast trúnað minn að fullu, þótt bam væri.
íbúðarhúsið í Hvallátrum, sem fóstri minn reisti á fyrstu
búskaparárum sínum, var stórt tvílyft timburhús og kjallari með
búri og eldhúsi, en geymsluloft var í risi. Á miðri hæðinni
voru fjögur rúmgóð herbergi: húsbændaherbergi, þá stórt her-
bergi, svonefnd Suðurstofa. I henni voru fjögur rúm. Þar voru,
er ég fyrst man eftir, þrjár gamlar konur, tvær ömmusystur
mínar í föðurætt og einnig kona mér óvandabundin. Inn af
þessari stofu var allgott herbergi. Þar sváfu dætur hjónanna, þá
tók við gangur, og inn af honum var svonefnd Norðurstofa. Þar
sváfu oftast tveir karlmenn. Síðar hafði verið byggður skúr við
húsið. í honum var stór gestastofa og iítið herbergi. Hvort-
tveggja var panelklætt, en borðviður í gólfi. Stigar lágu úr
ganginum bæði niður í kjallara og upp á hæðina. I vesturenda
hæðarinnar voru afþiljuð tvö herbergi, annað var vistarvera