Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 152
150
BREIÐFIRÐINGUR
Við stýri bátsins Kára: Gísli E. Jóhannesson bóndi Skáleyjum.
vart að ætla sér að etja kappi við mótstraum eða mótbyr.
Heyinu var þannig komið fyrir í skipinu, að fylltur var
barki, skutur og austurrúm þess, jafnt borðstokkum. Síðan var
sátunum raðað saman eftir borðstokkum beggja vegna þannig,
að um það bil þriðjungur sátunnar stóð út fyrir söxin beggja
vegna, en fyllt uppí með sátum þar á milli og þetta allt bundið
vendilega saman, svo að ekkert haggaðist. Sáturaðir ofan borð-
stokks voru oftast hafðar þrjár að aftan, en tvær að framan.
Miðrúmin urðu að vera auð, því að þar var róið. Það var vanda-
verk að hlaða heyskip, svo að vel væri, enda jafnan valdir til
þess hinir hæfustu menn. Það var kallað „að bera á“, þegar hey
var borið til skips, en „að bera af‘, þegar heim var komið.
Heima í Hvallátrum var þó alltaf, eftir að ég man eftir, notaður
heyvagn dreginn af hesti til léttis og flýtis við afburðinn.
Þegar heim var komið með heyfarm, var fólkinu ávallt fært
niður að sjó kaffi, mjólk eða jafnvel súkkulaði ásamt gómsætu
brauði og pönnukökum. Slíkar kræsingar voru annars ekki á