Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 165
163
GÖNGULEIÐIR UNDIR JÖKLI
Vísan er talin vera elsta ættjarðarljóð sem varðveist hefur ritað
á íslensku. Ömefnin sem nefnd em í vísunni em níu, þar af
fjögur sem sjást frá landi Keflavíkur undir Jökli. Það eru ör-
nefnin: Bali, Búrfell, Hreggnasi og Öndverðames. Loftur Þor-
gilsson sem var djákni í Helgafellsklaustri um miðja 14. öld
hefur mjög líklega alist upp á þessum slóðum. Er ekki trúlegt
að þar sé kominn ritari Bárðarsögu Snæfellsáss?
Á Hellissandi er margt til að skoða: Gömlu lendingarnar -
Keflavíkurvör undir Jökli, Brekknalendingar, gömlu íbúðar-
húsin á Miðsandinum, þar með talið Lárusarhús sem var byggt
1889 o.fl. svo og Sjómannagarðurinn í jaðri Sandahraunsins,
einnig íþróttasvæðið og trjágarðurinn Tröð inn í hrauninu.
Þegar kemur að Gufuskálum er komið að einu merkasta
fomminjasvæði á íslandi, þótt fræðastofnanir hafi enn gert því
lítil skil. Þar em elstu og umfangsmestu minjar um sjávarút-
veg á Norðurlöndum, minjar sem vekja upp ýmsar spumingar
sem svör vantar við. í Bæjarhraunjaðrinum eru um 200 fisk-
byrgi, írskrabrunnur og írskrabyrgi (kirkjurúst?) neðan vegar
og vestar og svo Gufuskálavör og fleiri lendingar í víkinni
niður af Gufuskálastöðinni. Frá Gufuskálum liggur gömul
þjóðleið, Hólastígur, yfir Bæjar- Kvamar- og Prestahraun að
Móðulæk og síðan áfram milli Saxhóla í Beruvík.
Þær gönguleiðir sem em fjölfarnastar tengjast tveimur út-
vegum frá þjóðveginum, veginum út á Öndverðarnes og Ey-
steinsdalsvegi sem er upp með Móðulæk um Eysteinsdal að
rótum Snæfellsjökuls á Harðabala.
Öndverðarnesvegur
Vegurinn tengist þjóðveginum um 5 km vestan Hellissands.
Komið er að mörkum fyrirhugaðs þjóðgarðs undir Jökli. Vega-
mótin eru við norðurenda gamla flugvallarins á Gufuskála-
móðum. Hér er upplýsingaskilti við vegamótin.
1. Gangafrá Móðuvör um Eyvindarmel í Skarðsvík.
Farið er frá bíl á hæðinni rétt vestan við vegamótin og fylgt