Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 177
BREIÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ
175
Stjórn Breiðjirðingafélágsins. Fremri röð frá vinstri: Björk Magnúsdóttir,
ritari, Sveinn Sigurjónsson, formaður, Ingibjörg Guðmundsdóttir, varafor-
maður. Aftari röðfrá vinstri: Osk Elísdóttir, varamaður, Hörður Rúnar Ein-
arsson, gjaldkeri, Margrét Jóhannsdóttir, varamaður, Elís Þorsteinsson,
vararitari, Inga Hansdóttir, varamaður, Björn Pálsson, varagjaldkeri og
Kristjón Sigurðsson tengiliður vlskemmtinefndar.
Ég held að það sé óhætt að segja að allt frá upphafi þessa
starfs hefur félagið haft metnað fyrir því að stuðla jafnan að
öflugu félagsstarfi og unnið eftir fyrirfram skipulagðri dagskrá
á hverjum tíma. Svo er enn í dag og er þá reynt að byggja á
fjölbreyttu efni svo að sem flestir finni þar eitthvað við sitt
hæfi. Það er auðvitað mikil breyting sem átt hefur sér stað á
þessum sextíu árum sem félagið hefur starfað og ósköp eðli-
legt að starfsemin sé með dálítið öðru sniði, en aðalatriðið er
og frumskilyrði að félagsstarfið þjóni sínum tilgangi og sé í
takt við tímann hverju sinni.
Segja má að aðstaða félagsins sé allgóð þar sem við eigum