Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 2
2 18. maí 2018fréttir Á þessum degi, 18. maí 1756 – Bretar lýsa yfir stríði gegn Frökkum og sjö ára stríðið hefst. 1860 – Abraham Lincoln er útnefndur sem forsetaefni repúblikana 1960 – Aðalheiður Bragadóttir fæðist 1994 – Ísraelski herinn yfirgefur Gaza-strönd 2017 – Bandaríski söngvar- inn Chris Cornell finnst látinn á hótelherbergi í Detroit-borg. sem ættu að leika Sigmund Davíð Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Steven Soderbergh hyggst gera kvik- mynd um Panamaskjölin svoköll- uðu. Meryl Streep fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni. Þó það liggi ekki fyrir hvern hún mun leika, verður það að teljast ólíklegt að hún verði í hlutverki Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson- ar, þáverandi for- sætisráðherra Íslands, sem var í eldlínunni í Panamaskjölunum. Af því tilefni tók DV saman fimm sem ættu að leika Sigmund Davíð. Kevin James Vingjarnlegur og fyndinn. Gæti komið á óvart sem Sigmundur Davíð. Chris Farley Hann er reyndar látinn en það stöðvar ekki Hollywood í dag. Það yrði lítið mál að fá tölvugerðan Farley til að svara fyrir Wintris. Amy Schumer Ilmur Kristjánsdóttir sló í gegn sem Gísli Marteinn í skaupinu um árið. Schumer er að gera góða hluti þessa dagana og gæti átt óskarinn vísan sem Sigmundur. James McCartney Ekki mjög frægur en ef leikstjórinn Steven Soderbergh ætlar að finna leikara sem er líkari Sigmundi en Sigmundur þá er ekki hægt að gera betur en James, son Paul McCartney. Rick Moranis Robert Downey Jr. í hlutverki Jóhannes Kr. Kristjánssonar að pönkast í Rick Moranis í hlutverki Sigmundar yrði án efa eitt eftir- minnilegasta atriði kvikmyndasögunnar. Þ rír starfsmenn hafa sagt upp störfum á með- ferðarheimilinu í Krýsu- vík. Tóku starfsmennirnir þá ákvörðun að segja upp störfum eftir að stjórn Krýsuvíkursamtak- anna ákvað að bjóða Þorgeiri Óla- syni starf framkvæmdastjóra. Þor- geir var forstöðumaður en steig til hliðar eftir umfjöllun DV fyrr í vetur þar sem upplýst var um ótal vankanta á meðferðarstarfinu og bruðl samtakanna með almanna- fé. Krýsuvíkursamtökin reka með- ferð fyrir fólk af báðum kynjum frá 18 ára aldri. Skjólstæðingarnir eru jafnan þeir sem hafa átt í hve mestum vandræðum að fóta sig í samfélaginu og á öðrum með- ferðarstofnunum. Bruðl, óttastjórnun og kynferðisbrot Í umfjöllun DV var fjallar um óttastjórnun, greint frá því að starfsmaður hefði verið kærð- ur fyrir alvarlegt kynferðisbrot og fjallað um óviðeigandi sam- skipti Þorgeirs við kvenkyns skjól- stæðinga. Þorgeir er sonur Lovísu Christiansen sem hefur starf- að sem framkvæmdastjóri. Í um- fjöllun DV kom jafnframt fram að Krýsuvíkursamtökunum var út- hlutað 112 milljónum á seinustu fjárlögum. Rúmar níu milljón- ir fóru í glæsikerru fyrir Þorgeir á sama tíma og Sigurlína Davíðs- dóttir, stjórnarformaður Krýsu- víkursamtakanna, kvartaði sár- an undan hversu lítið fé samtökin höfðu á milli handanna. Á meðan ekki var fjárfest í nagladekk fyrir bíl sem ferjar ráðgjafa til Krýsuvíkur voru keypt ný dekk á glæsikerruna fyrir þrjú hundruð þúsund. Mæðgin kaupa sér bíla fyrir fjármuni ríkisins Ýmislegt athyglisvert kemur í ljós þegar bílaviðskipti Krýsuvíkur- samtakanna eru skoðuð. Þannig fjárfesti Lovísa Christiansen, móð- ir Þorgeirs, í glænýrri Skoda Oct- avia-bifreið fyrir sjálfa sig í nóv- ember 2012. Kaupverðið var 4,7 milljónir króna. Mæðginin hafa því fengið tvo bíla að verðmæti 13,4 milljóna króna. Lovísa býr 300 metra frá starfsstöð sinni. Eft- ir umfjöllun DV var bíll Þorgeirs seldur. Í ársskýrslum kemur síð- an fram að tæpar sjö milljónir fara í rekstur á bifreiðum sem verður að teljast undarlegt þar sem kaup á eldsneyti er ekki inni í þeirri tölu né kaup á bifreiðum eða akstur starfsfólks. Samtökin hafa ekki viljað skýra þennan útgjaldalið þegar eftir því var óskað. Þá varð starfsmaður upp- vís að ástarsambandi við skjól- stæðing. Hann var lát- inn fara tímabundið en ráðinn aftur. Kærði þá önnur kona hann fyrir gróft kynferðis- brot sem átti sér stað eftir endurráðninguna. Þá hafa minnst tveir fyrrverandi starfs- menn átt í kynferðislegu samneyti við skjólstæðinga. Krýsuvík fékk falleinkunn hjá Landlækni 2016 og gerði alvarlegar athugasemd- ir sem ekki var brugðist við. Það virðist þó ekki hafa haft neinar af- leiðingar gagnvart Landlækni eða velferðarráðuneytinu sem veit- ir heimilinu fjárframlög. Þvert á móti, því fjárframlögin hafa aukist frá því úttektin var gerð. Þá kom fram að enginn starfsmaður er á heimilinu eftir klukkan fjögur á daginn en það hefur verið harð- lega gagnrýnt. Starfsmenn segja upp Þorgeir Ólason, sem á að koma til starfa á ný, hefur átt í óeðli- legum samskiptum við kvenkyns skjólstæðinga, jafnvel ástarsam- böndum. Sigurlína Davíðsdótt- ir, stjórnarformaður samtakanna, hefur staðfest það. Þorgeir var vegna umfjöllunar DV send- ur í tveggja mánaða leyfi og bjóst enginn starfsmaður við að hann myndi snúa aftur, enda stjórn- un á staðnum í molum. Eftir að starfsmönnum var greint frá að hann væri á leið til starfa á ný skiluðu þrír starfsmenn inn upp- sagnarbréfi, er það helmingur starfsmanna á meðferðarstöðinni. Eftir eru móðir Þorgeirs og mág- kona hans en starfsmenn eru að klára uppsagnarfrest. Einn starfs- maður sem DV ræddi við og vildi ekki láta nafns síns getið svaraði aðspurður um uppsögnina: „Út af ósætti um hvernig hefur verið haldið á málum þarna.“ Bætti starfsmaðurinn við að hann gæti ekki starfað þarna leng- ur eftir að fréttist að Þorgeir myndi stýra meðferðarstöðinni. „Ég ákvað að ég gæti ekki starf- að þarna lengur eftir að ég fékk fregnir af því að hann væri að koma aftur til starfa, þó að ekki sé búið að staðfesta það formlega enn þá. Ég get ekki starfað undir þeim kringumstæðum, samvisku minnar vegna og faglegs heiðurs míns. Ég get ekki sætt mig við hvernig stjórnin tekur á þessum málum.“ n Þorgeir snýr aftur og hópuppsögn á Krýsuvík n Sendur í leyfi eftir grun um ástarsamband við sjúkling n Starfsfólk ósátt við stjórnina Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Lovísa Christiansen Samþykkti að kaupa tæplega 10 milljóna króna glæsi- kerru handa syni sínum, forstöðumannin- um Þorgeiri Ólasyni. Það eru tæplega 10 prósent af árlegu heildarframlagi ríkisins til Krýsuvíkur.8,5 milljóna glæsikerra Bíllinn kostaði 8,5 milljónir króna en síðan var umtalsverðum upphæðum eytt í breytingar. Þorgeir Ólason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.