Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Síða 4
4 18. maí 2018fréttir
Tvífarar
vikunnar
T
vífarar vikunnar eru Sonja
Valdin söngkona og Lily
Collins, leikkona og fyrir-
sæta. Báðar eiga það sam-
eiginlegt að hafa slegið í gegn hjá
börnum og unglingum. Sonja
skaust hratt upp á stjörnuhim-
ininn hérlendis hjá Áttunni með
laginu NEINEI. Þá tók hún þátt í
forkeppni Eurovision fyrr á árinu.
Lily er dóttir tónlistarmannsins
Phil Collins og hefur brugðið fyrir
í kvikmyndunum Mirror Mirror,
Love Rosie og Okja. Þessar tvær
hæfileikaríku ungu konur myndu
án efa taka sig vel út saman á
hvíta tjaldinu, þá sem systur,
enda augnsvipurinn keimlíkur
og persónutöfrar í stíl.
Hver er
hún
n Hún er Garðbæ-
ingur í húð og hár en
gallharður stuðnings-
maður ÍBV
n Æfði handbolta, fóltbolta, dans
og golf á sínum yngri árum
n Lærði íslensku og almenn mál-
vísindi í Háskóla Íslands
n Faðir hennar var áður sjónvarps-
maður líkt og hún, en er í dag á þingi
n Kynnti stigagjöf Íslendinga í
Eurovision klædd landsliðstreyju
Edda Sif PálSdóttir
Hvað segir sMe?
Svarið á sigurjón M. egilsson, ritstjóri Miðjunnar, sem svaraði innleggi Hrafns
Gunnlaugssonar um að hrikalegasta refsingin sem hann gæti hugsað sér væri eilíft
líf. Sigurjón sagði:
„Fyrir margt löngu komu vottar Jehóva um borð í togara sem ég
var á. Þeir boðuðu þúsund ára ríkið. Einn okkar, sem virtist ekki
hafa mikinn áhuga á boðskapnum, sagði í hálfum hljóðum: „Eruð
þið að bjóða mér að vera á togara í rúm 900 ár til viðbótar?““
Þ
að segir sig sjálft að það er
gróft mannréttindabrot að
höfða heilt sakamál á hend-
ur einstaklingi og dæma
hann í fangelsi algerlega án hans
vitneskju. Það er ýmislegt sem
bendir til þess að litið sé niður á
fíkla og alkóhólista af hálfu ákæru-
valdsins. Svo virðist sem þeir séu
flokkaðir sem undirmálsfólk og
fái í sumum tilvikum ekki rétt-
láta málsmeðferð. Það er með öllu
ólíðandi. Fólk er fólk og við njót-
um öll mannréttinda með sama
hætti,“ segir Sara Pálsdóttir, lög-
maður hjá Lausnum lögmanns-
stofu.
Var aldrei birt ákæra
Íslenskur skjólstæðingur henn-
ar, Friðrik Ottó Friðriksson, var
dæmdur í sex mánaða óskilorðs-
bundið fangelsi í Héraðsdómi
Suðurlands undir lok ársins 2016
fyrir meinta hylmingu á þýfi. Hið
meinta afbrot á að hafa átt sér stað
í Danmörku þar sem Friðrik var
búsettur um tíma. Málið var síð-
an sent til Íslands og fór í ferli hjá
íslenska réttarkerfinu. Ákæra var
aldrei birt Friðriki sjálfum og fóru
réttarhöldin fram án þess að hann
væri viðstaddur. Það kom því Frið-
riki gjörsamlega í opna skjöldu
þegar hann sá fréttir íslenskra
fjölmiðla um að hann hefði verið
dæmdur í sex mánaða óskilorðs-
bundið fangelsi. Sara segir að mál-
ið sé dæmi um að víða sé pottur
brotinn varðandi vinnubrögð
ákæruvaldsins, sérstaklega varð-
andi birtingu á dómum og ákær-
um fyrir einstaklingum.
Neyddur til að taka á sig sök
Forsaga málsins er sú að Friðrik
var búsettur í Danmörku og var
um tíma í óreglu. Hans frásögn er á
þá leið að hann hafi komist í kynni
við vafasama einstaklinga þar ytra
og hafi lent undir hæl þeirra. Í kjöl-
farið var hann neyddur til þess að
taka á sig sök í tveimur málum
sem sneru að vörslu þýfis, annars
vegar á átta málverkum að and-
virði tveimur milljónum króna og
hins vegar á vörslu bifreiðar sem
manninum mátti vera ljóst að var
stolin. Hin meintu brot áttu sér
stað á árunum 2012–2013 en í yf-
irheyrslum hjá dönskum lögreglu-
yfirvöldum segir Friðrik að hann
hafi verið þvingaður til að játa á
sig sök, af glæpaforingja þarlend-
is. Síðar flúði Friðrik til Íslands
og heyrði ekkert af málinu fyrr en
hann sá fréttir íslenskra fjölmiðla
um að hann hefði verið dæmdur í
sex mánaða fangelsi.
ámælisverð vinnubrögð lög-
reglu
Í kjölfarið leitaði hann sér lög-
fræðiaðstoðar og síðan þá hef-
ur málið farið sína leið í kerfinu.
„Það sem er alvarlegast í þessu
máli eru vinnubrögð lögreglunnar
við að birta skjólstæðingi mínum
ákæruna. Ákæruvaldið leyfði sér
þau vinnubrögð að birta ákæruna
fyrir öðrum lögreglumanni fyrir
utan heimili Friðriks, að honum
fjarstöddum. Var málið rekið fyrir
héraðsdómi án þess að sakborn-
ingurinn hefði nokkra vitneskju
um það. Dómstóllinn lagði síð-
an blessun sína yfir þessi ámæl-
isverðu vinnubrögð með því að
fallast á að um lögmæta birtingu
ákæru hafi verið að ræða. Þegar
dómur féll fékk skjólstæðingur
minn heldur ekki að vita af því,
heldur var dómurinn birtur í Lög-
birtingablaðinu, án þess að nokk-
ur tilraun hafi verið gerð til að
birta dóminn fyrir dómþolanum
sjálfum,“ segir Sara.
Hún bendir á að það eigi að
vera algjört örþrifaráð að dómur
sé birtur með þessum hætti í Lög-
birtingablaðinu. Þá er það hrein-
lega í andstöðu við lög að birta
ákæru fyrir lögreglumanni fyrir
utan heimili ákærða. „Það er mjög
mikill misbrestur í störfum lög-
reglu varðandi hvaða tilraunir eru
gerðar til þess að ná í einstaklinga
og birta þeim ákærur. Ákæru-
valdinu er skylt að leita allra leiða
til að birta ákærur og dóma fyrir
viðkomandi,“ segir Sara.
Í mál við endurupptökunefnd
Eins og áður segir mætti Friðrik
ekki til að verja sig í héraðsdómi,
enda hafði hann ekki vitneskju um
að málið væri rekið fyrir dómstól-
um hérlendis. Fyrir lá játning hans
í skýrslutöku hjá dönskum lög-
regluyfirvöldum og var sú játning
notuð til hliðsjónar þegar fangels-
isdómur var kveðinn upp. „Játning
hjá lögreglu er ekkert endilega gild
fyrir dómi. Sakaður maður þarf að
koma fyrir dóm og taka afstöðu til
sakarefnisins,“ segir Sara.
Fyrir hönd Friðriks fór Sara
fram á endurupptöku málsins hjá
endurupptökunefnd. Nefndin
féllst ekki á endurupptöku málsins
og því hafi verið nauðsynlegt að
fara í mál við nefndina og íslenska
ríkið. „ Það voru mikil vonbrigði
að niðurstaðan þar var sú að taka
þátt í þessari vitleysu með dóm-
stólum og fallast ekki á endur-
upptöku. Það er búið að þingfesta
málið og það var jákvætt að gjaf-
sóknarnefnd áttaði sig á mikilvægi
málsins og veitti gjafsókn. Það
er alveg ljóst að ef við fáum ekki
ásættanlega úrlausn þessa máls
þá vísum við málinu til Mann-
réttindadómstólsins,“ segir Sara. n
Las um fangelsis-
dóminn í fjölmiðlum
n Friðrik Ottó hafði ekki hugmynd um réttarhöld yfir sér
n Lögmaður segir vinnubrögð lögreglu ámælisverð„Það er
alveg
ljóst að ef við
fáum ekki ásætt-
anlega úrlausn
þessa máls þá
vísum við málinu
til Mannréttinda-
dómstólsins.
Sara Pálsdóttir, lögmaður
Friðriks Ottós, segir að pottur
sé víða brotinn varðandi
vinnubrögð lögreglu við að birta
einstaklingum ákærur og dóma.
Orðið á göTunni
Orðið á götunni er að Heiða Björg
Hilmisdóttir, varaformaður Sam-
fylkingarinnar, sem skipar 2.
sæti flokksins í borginni, muni fá
miður góðar fréttir í dag. Þannig
er mál með vexti að #daddytoo
hópurinn, sem stendur að fram-
boði Karlalistans til borgarstjórn-
ar, er afar reiður í garð Heiðu fyrir
ummæli sem hún lét falla í út-
varpsþættinum Harmageddon
þann 23. mars, um karlahópinn.
Heiða var sjálf ósátt við að skjá-
skoti af ummælum hennar og
annarra femínista, meðal annars
aðstoðarkonu forsætisráðherra,
um feðrahreyf-
inguna á lokaðri
femínista Face-
book-síðu, væri
lekið, en þar voru
látin falla um-
mæli sem fóru fyrir
brjóstið á karlahópn-
um, þar sem þeir telja þau
ærumeiðandi.
Gunnar Kristinn Þórðarson,
stjórnsýslufræðingur og formað-
ur Félags umgengnisforeldra,
leiðir Karlalistann og fer fyrir
feðrahreyfingunni. Hann hefur
til dæmis sent forseta Alþing-
is og stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd erindi vegna málsins.
Orðið á götunni er að
hann láti ekki staðar
numið þar, held-
ur muni fara með
málið eins langt og
unnt er. Því hyggst
hann stefna Heiðu
Björgu í dag fyrir
meint ærumeiðandi um-
mæli sín og freista gæfunn-
ar hjá Justitiu, hinni blindu forn-
rómversku gyðju réttlætisins.
síðustu orðin
„Ég hef móðgað Guð og mann-
kynið því verk mín hafa ekki náð
þeim gæðum sem þau áttu að ná.“
– Þetta eru meint hinstu orð
snillingsins Leonardo Da Vinci sem
dó árið 1519 vegna heilablóðfalls,
þá 67 ára gamall.