Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 10
10 18. maí 2018fréttir
Gátan um hnit Sindra leySt
S
indri Þór Stefánsson, sem
yfirgaf fangelsið á Sogni og
lýst var eftir um allan heim,
er kominn aftur til Íslands.
Hann opnaði sig upp á gátt í viðtali
við Harmageddon og hélt þar fram
að hann hefði verið frjáls. Yfirvöld
kröfðust gæsluvarðhalds yfir Sindra
en dómari ákvað að taka sér sólar-
hring til að hugsa málið. Var farið
með Sindra upp á Sogn og honum
greint frá því að yfirgæfi hann fang-
elsið yrði hann handtekinn. Sindri
sagði sjálfur í Harmageddon að til
að mega halda honum samkvæmt
lögum hefði átt að handtaka Sindra
og vista hann í sólarhring í fang-
elsi. „Það er borðleggjandi að ég
var frjáls minna ferða.“ Má færa rök
fyrir því að fangelsismálayfirvöld
hafi ákveðið að sýna mýkri hlið og
bjóða Sindra að vera á Sogni fram
að þeim tíma í stað þess að kúldrast
í ömurlegum klefa á Hverfisgötu.
Þá sagði Sindri að það hefði
komið honum á óvart að vera kall-
aður strokufangi og bjóst ekki við
að fjallað yrði um hann í fjölmiðl-
um. Lögregla lýsti eftir Sindra þar
sem þeir höfðu greint honum frá
því að ef hann færi frá Sogni yrði
hann handtekinn og lýst eftir hon-
um. Það stóð eins og stafur á bók
og ósköp eðlilegt að fjölmiðlar
fjölluðu um ferðalag hans með
forsætisráðherra til Svíþjóðar. En
Sindri, sem þykir með eindæm-
um gáfaður og snjall og hefur ver-
ið hampað af stórum hluta þjóðar-
innar, fékk óvæntar gleðifréttir
í vikunni þegar dróni sem hann
hafði lýst eftir kom í leitirnar. DV
fékk ábendingu um undarleg hnit
á þeim tíma sem Sindra var leitað
og voru þau sögð tengjast honum.
Töldu sumir að hnitin myndu vísa
á tölvurnar sem lýst hafði verið eft-
ir. En um flökkusögu var að ræða,
ein af mörgum um þennan unga
vaska mann. Seinna birti konan
hans mynd í grúppu þar sem hún
auglýsti eftir svörtum afar verð-
mætum dróna. Í grúppunni Drón-
ar á Íslandi birti einn meðlimur
mynd af löskuðum dróna og von-
aði að eigandinn myndi gefa sig
fram en á drónanum var hágæða-
myndavél. Sindri svaraði kallinu
og kvaðst viss um að hann ætti
gripinn dýrmæta. „Ég var að æfa
næturflug með nýju XT cameruna
þegar ég missti GPS samband. […]
Það var leitað alla nóttina en svo
byrjaði að snjóa og snjóaði næstu
daga. Ég gafst upp þegar ég var
kominn með snjóinn upp í mitti.“
Kvaðst Sindri hafa tilkynnt til lög-
reglu að hann hefði tapað drónan-
um.
DV hafði samband við Sindra
til að heyra frekar af þessum gleði-
tíðindum. Sindri
vildi ekki tjá sig við
DV og neitaði að
hann ætti drón-
ann eða hefði átt
í samskiptum við
fólk í grúppunni
og ítrekaði það
þrátt fyrir að hon-
um væri greint frá
því að DV hefði
skjáskot af þeim
samræðum. „Nei,
það var ekki ég.
Þetta hefur ver-
ið einhver annar,“
sagði Sindri. n
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
Spádómurinn um Eyþór
Á
árum áður fylgdi hliðar-
blaðið Fókus með DV.
Um var að ræða feiki-
vinsælt blað sem fjallaði
um margs konar málefni ungs
fólks. Dálkurinn Hverjir voru
hvar naut mikilla vinsælda
en þar var farið yfir hvaða
þekktu Íslendingar hefðu látið
sjá sig úti á lífinu undangengna
helgi. Þann 19. október 2001
birtist eftirfarandi moli í blað-
inu: „Astró var hertekinn af
knattspyrnumönnum og -kon-
um að loknu lokahófi KSÍ en þar
voru gömlu kempurnar Guð-
mundur Torfa, Siggi Grétars og
Sævar Jóns Leonard. Þorgrím-
ur Þráins gekk svo um og bað
menn að drepa í á með-
an Arnór Guðjohnsen
blandaði geði við Móeiði
og Eyþór Arnalds, verð-
andi borgarstjóra.“ Nú
reynir á hvort ónefndur
blaðamaður Fókus reyn-
ist sannspár og þá þarf
greinilega að lúslesa
blaðið í leit að fleiri
vísbendingum
um framtíð-
ina.
Margir sárir eftir skróp Tommy
T
ommy Robinson, stofnandi English Defense
League, átti að halda erindi hérna á Ís-
landi í vikunni. Vakur, Samtök um evrópska
menningu, stóðu fyrir ráð-
stefnunni sem var með yfir-
skriftinni Fjölmenningin
í Evrópu: Vandamál og
lausnir. Upp kom því
miður stórt vanda-
mál þar sem Tommy
kom aldrei til landsins.
Missti hann af fyrsta
fluginu þegar dekk
sprakk á bílnum hans
og missti svo að seinna
fluginu vegna látins ætt-
ingja að sögn Sigurfreys
Jónassonar. „Hann hlakk-
aði svo til að koma
hingað, ég
bara
skil þetta ekki.“
Margir gáfu fjármuni til þess að ráðstefnan gæti
átt sér stað. „Einn lagði 130.000 krónur og annar
lagði inn 150.000 krónur, en meirihlutinn var þús-
undkallar hérna og þarna.“
„Ég byrjaði að undirbúa komu hans í febrúar og
er búinn að leggja mikla vinnu í þessa ráðstefnu,“
segir Sigurfreyr. Að hans sögn var kostnaður yfir
ein milljón króna. „Salurinn kostaði 314.000
krónur og borguðum við 150.000 krónur fyr-
ir 3 öryggisverði sem eru með 20 ára reynslu,
þeir hafa meðal annars gætt Justin Timberla-
ke.“ Augljóst var að Sigurfreyr var ósáttur við
hvernig þetta endaði þar sem hann var búinn
að leggja mikla vinnu í þessa ráðstefnu.
Gústaf Adolf Níelsson kom sérstaklega til
landsins til að vera með inngangsræðu á ráð-
stefnunni. Blaðamaður DV náði tali af hon-
um og þótti honum þetta leiðinlegt að
þetta hafi farið svona vegna fjarveru
Tommy. „Ég gat nú alveg not-
að ferðina í eitthvað. Ég
ætlaði til dæmis að
líta til tannlæknis-
ins míns.“