Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 12
12 bleikt 18. maí 2018 T uttugu æxli fundust í hálsi Alexöndru Ósk Guðbjargar- dóttur er hún var aðeins 25 ára gömul. Alexandra var meðvituð um það frá unga aldri að ekki væri allt með felldu en nokkurra mánaða gömul var hún með stöð- uga verki í hálsi, nefi og eyrum. Al- exandra telur að grípa hefði átt inn í þegar hún var krakki og segir hún heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Alexandra ólst upp í Reykja- vík og lauk námi í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Hún á tvær dætur, Ylfu Fanndísi, átta ára og Arneyju Nadíu, sjö ára. „Ég er líka ótrúlega heppin að eiga eina aukadóttur, hana Lilju Hrönn, sem er 17 ára gömul. Ég veit ekki hvernig tilveran væri ef ég hefði ekki unnið í barnalottó- inu,“ segir Alexandra, sem flutti með dætur sínar á Skagaströnd árið 2011. Alexandra segir að henni hafi liðið illa í skóla. „Ég var alltaf með strákunum, þeir voru ekki með leiðindi við mig eins og stelpurn- ar.“ Hún glímdi við ADHD á tíma sem börn með það heilkenni voru sögð erfið og óþekk. „Maður var bara settur í tossabekki, en ég var alls enginn tossi og átti ekkert erfitt með nám eða lestur. Ég gat ekki haldið ein- beitingu, hugurinn minn var alls staðar. Ég vissi til dæmis hvað það væru margir stólar í stofunni og hversu margar flísar væru í loftinu. En ég gat ómögulega munað hvað kennarinn var að segja.“ Þá glímdi Alexandra einnig við kvíða. Seinna fékk hún AD- HD-greiningu og uppgötvaðist að hún væri með kvíðaröskun. „Kvíði er eitt það versta sem ég þekki og getur hann komið fram á óþolandi marga vegu.“ Lenti í alvarlegu bílslysi og villtist af leið í lífinu Námsferill Alexöndru stóð stutt yfir. Eftir grunnskóla færði hún sig yfir í Iðnskólann í Reykjavík. „Ég lenti í bílslysi og fór mjög illa út úr því. Ég fékk sprungu í höf- uðkúpubotn, glóðarauga á bæði augu og staulaðist um einfætt á hækjum. Ég villtist af leið á þess- um árum.“ Alexandra leiddist út í neyslu áfengis, hætti námi og inn- ritaði sig á Vog. Í dag stefnir Alex- andra á nám í gullsmíði. Man ekki eftir öðru en verkjum í hálsi Alexandra segir að hún hafi í raun ekki áttað sig á hversu lasin hún var. Hún þekkti í raun ekki ann- að og var vön að finna fyrir verkj- um. „Ég hélt bara að þetta ætti að vera svona og að mínir verkir væru kannski aðeins meiri en hjá öðr- um. Ég fann alltaf til í hálsinum, eyrunum, öndunarfærunum og koki,“ segir Alexandra og bætir við að hún muni ekki hversu oft hún hafi kvartað yfir að hún fyndi fyr- ir kúlu í hálsinum. Það hafi hún gert frá því að hún var krakki, en enginn tók mark á henni. Þegar Alexandra var í söng- námi var hún send til læknis eft- ir að kennarinn furðaði sig á að hún næði ekki öllum tónum. „Þá kom í ljós að ég var með nokkra hnúta á raddböndunum og að raddböndin væru skökk. En mér var sagt að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu. Ég veit ekki hversu oft mamma fór með mig til háls-, nef- og eyrnalækna. Þetta fór alltaf eins, ég var sett á öll ast- mapúst í bókinni og endalaus lyf. Aldrei lagaðist neitt. Þarna klikk- aði heilbrigðiskerfið.“ Læknirinn gat ekki talið öll æxlin Þann 25. nóvember árið 2015 var Alexandra send í sneiðmynd á heila til þess að útiloka heilaæxli. „Ég var með öll einkenni og er enn, nema flogaköst,“ segir Alex- andra. Ekkert heilaæxli fannst en þegar hún var að standa upp af bekknum var hún beðin um að doka við. „Læknarnir töldu sig hafa séð eitthvað sem ekki átti að vera í hálsinum á mér. Ég fór í óm- skoðun á mjúkpörtum á hálsi og þá komu í ljós minnst tuttugu æxli sem öll voru fjölhólfa, sem sagt æxli inni í æxli inni í æxli. Lækn- irinn gat ekki einu sinni talið þau öll.“ Læknarnir sögðu Alexöndru að halda ró sinni og ekki hafa of miklar áhyggjur að svo stöddu. En við þessi tíðindi breyttist allt. „Ég sat og horfði á skjáinn og heyrði ekkert sem læknirinn sagði. Nýr veruleiki blasti við.“ Vildi vera jákvæð fyrir dætur sínar Alexandra ákvað að reyna að tak- ast á við veikindin með jákvæðni og æðruleysi að vopni og hafði þá dætur sínar í huga. „Ég vildi vera góð fyrirmynd fyrir þær og ekki gera þær hræddar. Ég kaus því að njóta þess að vera til og hafa gam- an. Neikvæðni gerir ekkert gagn og er sérstaklega vond fyrir mig.“ Í kjölfarið var Alexandra send til skurðlæknis sem staðfesti að um krabbameinsæxli væri að ræða. Nauðsynlegt var að ráðast í að- gerð sem fyrst og fjarlægja krabba- meinið. Við rannsókn kom í ljós að það var góðkynja. Hætti að borða og kastaði upp Áður en uppgötvaðist að Alex- andra væri með æxlin tuttugu í hálsinum hafði heilsu hennar hrakað mikið. Hún kom vart niður mat og léttist um 30 kíló á einu ári. „Ég hafði enga orku og var oftar en ekki blá og marin á höndum, baki og fótum. Það var hægt að telja flest bein utan á mér.“ Átröskunar- Alexandra var með yfir 30 æxli í hálsinum „Læknirinn gat ekki einu sinni talið þau öll Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is „Þetta er búin að vera mjög há hraðahindrun. Alexandra reyndi að vera góð fyrirmynd fyrir dætur sínar. Alexandra léttist um 30 kíló á einu ári vegna átröskunarvanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.