Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 21
18. maí 2018 fréttir 21 vist eða bingó. Eft- ir það var hlé fram að kvöldverði og fór þá fólk að hafa sig til. Var oft hist á barnum fyrir kvöldmat og skálaði þá skipstjórinn við gesti áður en kvöldverður hófst. Oftast var lagt af stað úr höfn á hádegi á laugardegi. Á þriðju- dagsmorgni lagð- ist Gullfoss að bryggju í Edin- borg í Skotlandi og á fimmtudegi var skipið komið til Kaupmanna- hafnar. Á sumrin tíðkaðist að fara í lengri ferðir, svo sem Kanaríeyja og Hollands. Ekki var alltaf gott í sjóinn og í einni ferðinni tók bíl brúðhjóna út af dekkinu með öll- um þeirra gjöfum. Skipið selt Fyrstu árin skilaði Gullfoss hagn- aði en eftir því sem flugsamgöngur jukust varð reksturinn þyngri. Síð- ustu árin voru farþegar stundum jafnmargir og starfsfólkið, glansinn hvarf og fólk hætti að hafa sig til áður en sest var að snæðingi að kvöldi. Eimskip gafst upp á rekstrin- um og seldi skipið til auð- jöfurs í Beirút. Hann seldi skipið áfram og var það nýtt í að flytja pílagríma. Voru þeir allt að 1.500 í hverri ferð sem þótti galið. Skipið var 100 metra langt og var skráð fyrir 210 farþega þegar það sigldi frá Íslandi. Þann 18. desember 1976 var Gullfoss, sem þá hafði verið gefið nafnið Mekka á siglingu á Rauða- hafinu. Um borð í það skiptið voru 1.100 pílagrímar. Eldur kom upp í skipinu. Það lagðist á hliðina og sökk skammt frá Sádi-Arabíu. Allir komust þó lífs af. Myndirnar eru flestar teknar á árunum 1954 til 1955. n Venediktsson Þar sem fagmennirnir tippa er Þér óhætt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.