Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Qupperneq 22
22 umræða Sandkorn 18. maí 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Leiðari Ari Brynjólfsson ari@dv.is Hunskastu á kjörstað K osningaþátttaka er á stöð- ugri niðurleið og það er verulegt áhyggjuefni. Dvín- andi áhugi fólks á stjórn- málum er alþjóðlegt fyrirbæri og Ísland stendur ekki illa í sam- anburði við önnur OECD-ríki, að minnsta kosti í þingkosning- um þar sem kosningaþátttaka jó- kst í fyrra. Það er önnur saga með sveitarstjórnarkosningar þar sem þátttakan hefur alltaf verið í sögu- legu lágmarki síðan 2002. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2014, var kosningaþátttakan í enn eitt skiptið í sögulegu lágmarki, eða 66,5% í þeim kjördæmum þar sem var ekki sjálfkjörið. Það er næstyngsti aldurshópur- inn sem dregur niður meðaltalið. Árið 2014 mættu aðeins 45% ung- menna á aldrinum 20 til 24 ára á kjörstað. Það þýðir einfaldlega að 55% þeirra sem eru fædd á árun- um 1990 til 1994 hafði ekkert að segja hver er borgarstjóri, bæjar- stjóri eða sveitarstjóri. Meira en helmingur þessa aldurshóps hafði engin áhrif á hvað það mörg leik- og grunnskólapláss eru í boði í sínu sveitarfélagi. Kosningaþátt- takan var mest í aldurshópnum 70 til 74 ára, þar hafði meira en 80% áhrif á dagforeldrakerfið og rekstur almenningssamgangna. Sveitarstjórnarmál eru ekki það skemmtilegasta í heimi. Þegar upp er staðið eru þetta peningarnir þínir og það er þitt að velja hvaða mannverur eiga að vera þinn full- trúi og ákveða hvernig stjórnkerfið í þínu nærumhverfi er rekið. Það má ekki gerast að það verði enn eitt sögulegt lágmark í kosn- ingaþátttöku og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Það er engin af- sökun í þetta skiptið, að minnsta kosti ekki í Reykjavík þar sem sext- án framboð verða á kjörseðlinum. Þegar þú, kæri kjósandi, ert bú- inn að afskrifa nokkra af þessum flokkum sem rugl sem höfðar ekki til þín þá ertu samt með óteljandi möguleika. Það er vissulega best að skoða allt sem er í boði og taka upplýsta ákvörðun. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt, enda hafa margir engan tíma í kosningapróf og er alveg slétt sama um þjónustu sem kemur þeim ekkert við. Það er gott að verið sé að bregðast við dræmri kosninga- þátttöku ungs fólks og erlendra ríkisborgara, þar sem kosninga- þátttakan var sláandi léleg í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum, með því að senda SMS og eitthvað þannig. En á endanum er það þitt að tryggja það að þátttakan sé góð með því að stilla vekjaraklukk- una á 26. maí og mæta á kjörstað. Þú hefur viku til að finna þér full- trúann þinn, það er ekki víst að það takist. Þá er allt í lagi að taka bara kjörseðilinn og henda hon- um beint í kassann. Hunskastu bara á kjörstað. n S öngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er senni- lega einhvers konar heimsmet í lágkúru. Það er í raun með ólíkindum að heil heimsálfa taki sig til einu sinni á ári og semji ógrynni af miðlung- slélegum popplögum með það eitt að markmiði að halda smekk- lausasta partí Evrópu. Sjálfur ólst ég upp við þann skelfilega ótta að við Íslendingar gætum raun- verulega sigrað þennan ófögnuð. Það hefði bæði þýtt fjárhagslegt sem og menningar- legt gjaldþrot ís- lensku þjóðarinn- ar. Ég hef sjaldan séð foreldra mína jafn mikið á nálum og þegar Stjórnin náði næstum að stela sigrinum af hinu skelfi- lega spænska framlagi, „Bandido“ sem hefur án efa verið notað við pyntingar í fangabúðum víða um heim. Að þessu sögðu, þá legg ég til að við refsum Ísrael fyrir sína vitfirrtu ofbeldisstefnu gagnvart Palestínu með því að senda þessa sturluðu keppni til þeirra. Hinir allra róttækustu geta kallað það menn- ingarlegt hryðjuverk. Svo það fari ekki á milli mála að okkur sé alvara með andóf okkar, þá legg ég til að RÚV fái sama teymi og síðast til þess að semja íslenska framlag- ið. Slíkt væri líklega ígildi stríðs- yfirlýsingar. Í dag hafa hafa fleiri en sex- tíu palestínskir mótmælend- ur á öllum aldri verið skotnir til bana af Ísraelsher og þús- undir liggja særðir. Myrt og lim- lest fyrir að minna á endalaust landrán, pyntingar, morð, ras- isma, niðurlægingu og kúgun Zionista á palestínskum almenn- ing. Bandaríkjastjórn hefur alla tíð stutt blóðbaðið og evrópsk stjórnvöld eru eins og Tourette- kippur í litla fingri kúgarans svo hann kyrkir áfram. Sem sagt, lítið breyst frá tímum Apartheid- stjórnarinnar í Suð- ur-Afríku. Þar skipti þrýstingur almenn- ings öllu máli, og ekki síst tónlistarmanna. Allir flottustu tónlist- armenn þess tíma neituðu að koma fram í S-Afríku þar til að- skilnaðarstefnan var afnumin, það sama er upp á teningnum í dag gagnvart Ísrael. Listamenn, allt frá U2 til Snoop Dogg og meðlimi Public Enemy til Pink Floyd, mynda þennan fjölmenna hóp. Það er góður hópur sem við ættum að vera hluti af. RÚV er sem betur fer í al- menningseign og hef- ur skyldur í samræmi við það, þar með talið siðferðis- skyldur. Meðan Zioniska flipp- hænsnið „Netta“ dansar júródi- skó í palestínskum blóðpollum Jerúsalem á næsta ári, þá förum við frekar með hreina samvisku á Evróvisjon-Pallaball á Spot og teljum 90 milljónirnar sem við spörum í leiðinni. Erpur Eyvindarson rappari Valur Grettisson blaðamaður Með og á Móti Á ÍSland að Sniðganga EuroviSion Á næSta Ári? með á móti Á Ísland að taka þátt í Eurovision 2019 í Ísrael?Spurning vikunnar „Nei. Ég er ekki sammála Ísraelsríki í sínum málum.“ Mikael Baldvinsson „Já, þetta er stuð og heldur landanum saman.“ Lofthildur Bergþórsdóttir „Nei, eigum við ekki að hvíla þetta í nokkur ár?“ Hreiðar Sigurbjörnsson „Nei, það finnst mér ekki út af þessu pólitíska ástandi.“ gróa Finnsdóttir Enginn kannast við Svanhildi Hörpumálið svokallaða virðist blásið yfir, það er ekki leng- ur í almannaumræðunni að Svanhildur Konráðsdóttir sitji áfram sem forstjóri Hörpu og hvorki hún né stjórnin þurfi að bera neina ábyrgð á því að laun þjónustufulltrúa voru lækkuð en ekki stjórnenda. Landspít- alanum var alveg sama og hélt sinn aðalfund í Hörpu eins og ekkert hefði í skorist. Sem betur fer fyrir meirihlutann í borginni, sem á sínum tíma hélt tvær mörg hundruð þús- und króna veislur fyrir Svan- hildi þegar hún hætti sem sviðsstjóri hjá borginni. Enginn kannast heldur við að hafa skipað stjórn Hörpu eða stig- ið fram og heitið því að skipta út stjórnarformanninum sem kenndi fjölmiðlum um að ljóstra upp um málið. Ætlar Eyþór að fela eitthvað? Af öllum oddvitum í borginni er Eyþór Arnalds, borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins, minnst hrifinn af því að opna stjórnsýsluna og bókhald borg- arinnar. Samkvæmt kosninga- prófi RÚV, sem allir oddvitar í borginni og víðar tóku þátt í, er Eyþór aðeins 18% fylgjandi því að opna stjórnsýsluna. All- ir aðrir oddvitar, nema Vigdís Hauksdóttir í Miðflokknum og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir í Við- reisn, vilja 100% opna stjórn- sýsluna. Er Vigdís 80% fylgjandi því og Þórdís Lóa 92%. Hildur Björnsdóttir, sem skipar annað sætið á lista Sjálfstæðisflokks- ins, er einnig 100% fylgjandi því að opna stjórnsýsluna eins mikið og hægt er. Þetta vekur óneitanlega spurninguna, mis- skildi Eyþór spurninguna eða ætlar hann sem borgarstjóri að fela eitthvað?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.