Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 30
Sumarnámskeið 18. maí 2018KYNNINGARBLAÐ Bogfimisetrið var stofnað árið 2012 og er vinsælt hjá fjöl-skyldum, pörum, starfsmanna- og vinahópum að koma og æfa sig í bogfimi. Einnig mætir fjöldi iðkenda á öllum aldri reglulega og æfir sig. Í sumar býður Bogfimisetrið upp á sumarnámskeið fyrir börn og ung- menni á aldrinum 12–20 ára. Nám- skeiðin fara fram í júní og júlí og eru tvær æfingar á viku, mánudaga og miðvikudaga, frá kl. 16–17.30, þar sem iðkendur mæta og skjóta með þjálf- ara sem kennir. Námskeiðin er 8 vikur í heildina og kostar 25.000 kr. Allur bún- aður fylgir, það þarf ekki að eiga boga eða annan búnað. Iðkendum er skipt upp eftir getu frekar en aldri, en svæð- in eru tvö: 12 metra braut og 18 metra braut. Á þessum 8 vikum geta iðkendur mætt utan námskeiðstímanna á öðr- um tímum og æft sig að skjóta. „Bogfimin er vinsæl hjá öllum aldurshópum og það er enginn of ungur eða of gamall til að æfa bog- fimi,“ segir Ásdís Hafþórsdóttir hjá Bogfimisetrinu. „Yngsta barnið sem hefur skotið af boga hér var þriggja ára.“ Bogfimisetrið er í Dugguvogi 2 og fer skráning fram í síma 571-9330 alla daga frá kl. 16–22 og á net- fanginu bogfimisetrid@bogfimisetrid. is. BogfImIsEtrIð: „Það er enginn of ungur eða of gamall til að æfa“ Hjá Klifinu skapandi setri er boðið upp á námskeið allt árið um kring og er fókusinn lagður á börn og ungmenni og boðið upp á meðal annars myndlist, tónlist, dans og ballett. „Í sumar bjóðum við upp á nám- skeið fyrir börnin sem heitir skapandi sumarfjör og er það í boði í samtals átta vikur,“ segir guðrún Ýr Eðvalds- dóttir, verkefnastjóri hjá Klifinu. Námskeiðið er fyrir börn á aldr- inum 6-11 ára og er hvert námskeið í viku, ýmist fyrir eða eftir hádegi. Boðið er upp á að taka fleiri en eina viku og einnig er boðið upp á gæslu í hádeginu gegn vægu verði. „Það eru nú þegar nokkur börn skráð hjá okkur þrjár vikur í röð í sumar, en aldrei er boðið upp á sömu viðfangsefni á milli vikna,“ segir guðrún. Námskeiðið er í boði fyrir börn alls staðar af höfuðborgarsvæðinu, enda námskeiðsstaðurinn, Höllin í Hofs- staðaskóla í garðabæ, í alfaraleið milli Kópavogs og garðabæjar. Kennt er inni og þegar gott er veður þá er lögð áhersla á að vera úti. „Á námskeiðinu er börnunum skipt innan hópsins eftir aldri og áhugasviði, sum vilja vera meira í tón- list, á meðan önnur vilja vera meira í dansi, söng eða myndlist,“ segir guðrún. „Áhersla er lögð á að börnin velji sér verkefni eftir eigin áhugasviði, sem dæmi ef barnið vill teikna en leiðist dans, þá velur það teikningu, áherslan er lögð á þeirra sköpun. Það er alltaf boðið upp á nokkur viðfangsefni í hvert sinn, en ekki bara eitthvað eitt ákveðið sem öll börnin þurfa að velja. sumarnámskeiðin hafa verið í boði hjá Klifi undanfarin sumur og voru þau með sama sniði í fyrra með sama verkefnastjóra, rebekku sif stefáns- dóttur. „Við vorum mjög ánægð með hvernig til tókst í fyrra og ákváðum að endurtaka námskeiðið með sama fyrirkomulagi í ár,“ segir guðrún, en rebekka sif sér um námskeiðin ásamt rebekku Jenný reynisdóttur og nem- endum í vinnuskólanum. Klifið er kjörinn staður fyrir börn sem vilja ekki stunda hefðbundnar hópíþróttir, heldur kynnast skapandi greinum. Í sumar er einnig boðið upp á önnur námskeið, sem dæmi gítar og núvitund, margmiðlun og stutt- myndagerð og píanó. Skráning fer fram á heimasíðu Klifsins, klifid.is Börnin velja viðfangsefni eftir eigin áhugasviði KlIfIð sKApANdI sEtur: Rebekka Sif Stefánsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.