Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Síða 36
Sumarnámskeið 18. maí 2018KYNNINGARBLAÐ Hjá reiðskólanum Eðalhestum, sem staðsettur er í hesta- mannafélaginu Spretti, að Andvaravöllum í Garðabæ, er boðið upp á skemmtileg reiðnámskeið fyrir börn í sumar. Lágmarksaldur þátt- takenda er 6 ára en börn upp í 14 ára gömul stunda námskeiðin. Námskeiðin eru kennd kl. 9.00–13.30 og henta þau byrjendum. Eftir byrjendanámskeið er hægt að koma á leikjanám- skeið en þá eru börnin hjá Eðalhestum frá kl. 9–16. Eftir hádegi frá kl. 13.00– 16.00 er námskeið fyrir vana krakka. Í öllum hópum er kappkost- að að hafa kennsluna líflega, skemmtilega og fjölbreytta. Í byrjendahópnum er farið yfir grunnreiðmennsku, þ.e. ásetu og stjórnun, hvernig á að umgangast hesta og leggja á. Farið er í jafnvægis- og ásetuæfingar, bóklega kennslu og sýnikennslu. Lágmarksaldur í þennan hóp er 6 ára. Hópurinn Vanir krakkar er fyrir börn sem hafa komið oftar en þrisvar á námskeið eða eiga jafnvel hest. Áhersla er lögð á að nemendur geti farið að sjá um sinn hest að miklu leyti sjálf, t.d. að leggja á og beisla. Farið verður í skemmtilega reiðtúra í fallegri náttúru og verður borðað nesti í reiðtúr. Mikilvægt er að börnin komi með nesti með sér á námskeiðin en á staðnum er eldhús, örbylgjuofn og samlokugrill til afnota. Eigendur skólans eru Halla María Þórðardóttir og Magnús Líndal. Halla María er menntuð frá Háskólanum á Hólum og verður aðalleiðbeinandi krakkanna á námskeiðunum. Hún hefur mikla reynslu af hestum, jafnt kennslu sem keppnum. Magnús hefur stundað nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri ásamt því að vera bóndi með hesta og kindur í sínum búrekstri. Bæði Halla og Magnús munu starfa við reiðskól- ann í sumar en auk þess mun annað starfsfólk koma að námskeiðunum. Skráning á námskeiðin er í síma 867 1180 eða með Face- book-skilaboðum á Facebook- síðunni Reiðskólinn Eðalhestar. Skráning er hafin. Ítarlegar upplýsingar um dagskrána eru á vefsíð- unni edalhestar.weebly.com. https://edalhestar.weebly. com/um-okkur.html EðALHEStAR Á ANdVARAVöLLuM: Hestaparadís fyrir börnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.