Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 59
fólk - viðtal 5918. maí 2018 Tangó úr Klúbbnum Vignir Ljósálfur Jónsson er uppalinn í Sandgerði þar sem foreldrar hans ráku verslunina Nonna og Bubba, miðbarn í fimm systkina hópi. Hann sótti héraðs- skólann að Laugarvatni sem unglingur og útskrifaðist sem kennari úr Kennarahá- skóla Íslands árið 1980. Sama ár útskrifaðist Kol- brún úr Verslunarskólan- um. Karen Áslaug, dóttirin, er fædd í desem- ber 1980. Vign- ir kynntist sam- kvæmisdönsum tólf ára þegar Heiðar Ástvalds- son hélt nám- skeið í Sandgerði en hann byrjaði ekki að æfa dans fyrr en hann var orðinn nítján ára. Í Dansskóla Heiðars kynntist hann Kol- brúnu. „Dansinn átti hug okkar allan og fljótlega urðum við mjög náin og trúlof- uðum okkur 1975,“ segir Vignir og bros- ir. „Við dönsuðum á mörgum sýn- ingum og þetta var æðislegur tími. Fjölskylda mín er þannig að þegar einhver kemur með maka inn í hana er honum ávallt tek- ið opnum örmum og þannig var það líka með Kollu. Hún og for- eldrar mínir náðu vel saman og mamma og hún voru mjög nánar.“ Vignir minnst þessa tíma með mikilli hlýju: „Í eitt skiptið vorum við að dansa á hinum þekkta skemmti- stað Klúbbnum við Borgartún. Þegar búið var að loka dönsuð- um við tangó alla leiðina upp á Skúlagötu þar sem systir Kollu bjó. Þá kom lögreglubíll og keyrði hægt við hliðina á okkur. Lög- reglumennirnir hafa ábyggilega haldið að við værum ekki í lagi eða á einhverju.“ Komið að leiðarlok- um sem hjón Þegar þau fluttu aft- ur til Reykjavíkur eft- ir að hafa verið við kennslu á Stokkseyri í þrjú ár var myndin að byrja að skýrast og orðið tímabært að horf- ast í augu við að Vignir væri samkynhneigður. Stuttu eftir að ákvörðun var tekin um skilnaðinn kom hann opinberlega út úr skápnum. Hvenær áttaðir þú þig á því að þú værir samkynhneigður? „Það var eitthvað sem gerðist á löngum tíma. Þetta blundaði alltaf hjá mér. Sem ung- lingur átti ég kærasta en þá var ég enn inni í skápnum og ekki beint að setja þetta í samhengi við að vera samkynhneigður. Ég leit á þetta sem ein- hvers konar leik eða fikt enda ekki mikið talað um homma og lesbíur á þeim árum,“ segir Vignir. „Þegar ég flutti í bæinn, hitti Kollu og varð bál- skotinn í henni, þá var hitt ekk- ert lengur inni í myndinni. Þetta var eitthvað sem ég hafði prófað og hafði góðar minningar um en að vera samkynhneigður var ekki hluti af sjálfsmyndinni þá.“ Hvernig leið þér í gagnkyn- hneigðu hjónabandi? „Mér leið vel mest allan tím- ann en undir lokin var ég líka farinn að finna að þetta var ekki eins og það átti að vera. Árin okk- ar Kollu urðu níu alls og þetta var skemmtilegur tími, það var mikið að gera hjá okkur, í námi og störf- um bæði í Reykjavík og á Stokks- eyri. En þegar við fluttum aftur til Reykjavíkur og það fór að hægjast um hjá okkur, Karen orðin þriggja ára, þá fann ég, þótt ég hafi ekki átt frumkvæði að þessari umræðu eða hugmyndinni um að skilja, að ég hafði þessa þörf. Hjónabandið nægði hvorugu okkar.“ Varstu í afneitun? „Nei, ég lít ekki á það þannig. Það var eins og ég þyrfti þennan tíma til þess að geta stigið þetta skref. Ég er forlagatrúar og veit að ef við hefðum ekki átt þennan tíma þá ættum við ekki Karen Ás- laugu og þrjú barnabörn saman. Hvorki mér né henni fannst við hafa verið svikin eins og algengt er í svona tilvikum. Allan tímann okkar saman ríkti alltaf mikið traust á milli okkar og að mörgu leyti var þetta hjónaband bara eins og hvað annað.“ Vandræðalegt ástand Vignir og Kolla bjuggu áfram saman í nokkurn tíma eft- ir skilnaðinn og sögðu fjöl- skyldu og vinum ekki sam- stundis frá ástæðunni fyrir honum. Vignir segir að þau hafi bæði verið farin að líta fram á veginn og komast í annað samband. Hann bros- ir aftur þegar hann segir frá þessu: „Þetta var í raun spurning um hvort okkar yrði fyrst til að finna annan mann og þá myndum við hætta að búa saman. Þetta var orðið svo- lítið vandræðalegt ástand. Ég var samt ekkert að flýta mér í þeim efnum.“ Á þeim tíma var lítil um- ræða í gangi um samkyn- hneigð og Vignir vissi ekki hvernig foreldrar hans, systkini og vinir myndu taka fréttunum þegar hann segði frá. „Skömmu áður en ég fór út til Bandaríkjanna, til þess að heimsækja Kollu og Karen, sagði ég móðursystur minni frá því að ég væri hommi og væri kominn með kærasta. Hún bauðst til að segja mömmu frá þessu í góðu tómi ef ég vildi og ég var sáttur við það. Ég sagði foreldrum mínum því aldrei formlega frá þessu. Á jólun- um fékk ég símtal frá for- eldrum mínum og vissi þá að þau vissu þetta. Það var ekkert talað beint um samkynhneigð mína en ég fann fyrir miklum létti. Ári síðar, þegar ég var farinn að búa með mínum kærasta, Tóta, þá fengum við í jóla- gjöf frá foreldrum mínum hvor sína slaufuna og steik- arpönnu. Það var táknrænt samþykki þeirra fyrir okkar sambandi.“ En fannstu fyrir fordóm- um frá öðrum? „Ég fann ekki fyrir neinum fordómum gagnvart okkur og enginn sneri við okkur bakinu. Við vorum ekki mikið að flagga þessu út á við en við vorum held- ur ekkert að fela sambandið.“ Eins og Kolbrún lýsti þá hefur vinskapur hennar og Vignis hald- ist óslitinn í þau þrjátíu og fimm ár sem liðin eru frá skilnaðinum. Í gegnum súrt og sætt hafa þau staðið saman og horft á barnið og barnabörnin vaxa. Samband þeirra er mun sterkara en flestra annarra fráskildra hjóna. „Margir skildu það ekki hvern- ig við gátum haldið svona mikl- um vinskap eftir skilnaðinn. En þetta var svo eðlilegt fyrir okkur. Ég get alltaf leitað til Kollu og hún til mín.“ n „Margir skildu það ekki hvernig við gátum haldið svona miklum vinskap eftir skilnaðinn. „Brúðkaupið fór allt í vaskinn.“ Karen Áslaug, Kolbrún og Vignir á Menningarnótt. Hann segir:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.