Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Síða 62
62 sport 18. maí 2018
Mun lítil leikæfing lykilmanna hafa áhrif á HM?
n Meiðsli hafa herjað á okkar bestu leikmenn n Verða Gylfi og Aron heilir gegn Argentínu?
Þ
að er bara tæpur mánuður
í það að íslenska landsliðið
hefji leik á Heimsmeist-
aramótinu í Rússlandi.
Þann 16. júní mætir Ísland stórliði
Argentínu í fyrsta leiknum sínum á
HM. Liðið heldur út viku áður en
undirbúningur liðsins fyrir mótið
er að fara af stað. Íslenska liðið er
byrjað að æfa en aðeins fimm leik-
menn eru komnir til æfinga, þeim
fjölgar svo í næstu viku og eftir
tæpar tvær vikur verða allir leik-
menn liðsins komnir saman.
Mikil bjartsýni er hjá íslensku
þjóðinni fyrir mótinu enda liðið
alltaf staðið sig vel síðustu ár. Það
er hins vegar óhætt að segja að
lykilmenn hafa oftar en ekki ver-
ið á betri stað er varðar leikæfingu
og meiðsli. Tvær skærustu stjörn-
ur liðsins, Gylfi Þór Sigurðsson
og Aron Einar Gunnarsson, eru
meiddir. Aron fór nýlega í aðgerð
og Gylfi hefur ekki spilað síðan í
mars. Fyrir Evrópumótið í Frakk-
landi var óvissan með lykilmenn
ekki eins mikil. Þessum áhyggjum
hefur landsliðsþjálfarinn, Heimir
Hallgrímsson, flaggað. n
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
Alfreð Finnbogason
6 leikir með félagsliði árið 2018
Framherjinn knái er líklega á besta
staðnum af þessum mönnum, náði að
að spila fjóra síðustu leiki Augsburg og
byrjaði þá alla. Hann hefur hins vegar
spilað fáar mínútur á þessu ári og það
getur haft áhrif í Rússlandi.
Emil Hallfreðsson
8 leikir með félagsliði árið 2018
Emil hefur verið í smá meiðslavandræðum og átti síðan í vand-
ræðum með að spila leiki, hann hefur byrjað tvo leiki á þessu ári
með Udinese. Mínútur Emils hafa ekki verið margar en miðju-
maðurinn hefur á síðasta ári orðið algjör lykilmaður í liði Íslands.
Birkir Bjarnason
16 leikir með félagsliði á árinu
Birkir hefur spilað mikið á þessu ári
en undir það síðasta hefur þessi
frábæri leikmaður verið að glíma við
meiðsli. Fékk aðeins nokkrar mín-
útur í síðasta leik Aston Villa er liðið
kom sér í úrslit um laust sæti í ensku,
það er vonandi að Birkir fái talsvert
af mínútum undir beltið fyrir HM.
Birkir Már
Sævarsson
3 leikir með Val í
Pepsi-deildinni
Birkir Már er eini leik-
maðurinn sem spilar á
Íslandi fyrir mótið, óvíst
er hvaða áhrif það mun
hafa á leik hans. Birkir
hefur spilað alla leiki Vals
í sumar en það má ljóst
vera að munurinn á ákefð
í efstu deild á Íslandi og
gegn landsliðum í hæsta
gæðaflokki er mikill.