Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Qupperneq 71

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Qupperneq 71
tímavélin 7118. maí 2018 Þórólfur fann rottu- fót í salatinu Í marsmánuði árið 1987 fann neminn Þórólfur Sigurðsson fót af rottu í salati sem hann var að borða. Í samtali við DV 10. mars sagði hann: „Við vorum að borða folaldasnitsel og með því var borið fram danskt græn- metissalat sem keypt hafði verið djúpfryst í verslun í Reykjavík. Vissum við ekki fyrr en rottufót- ur stóð upp úr grænmetisskál- inni, öllum til hrellingar. Við misstum matarlystina.“ Grænmetissalatinu var pakk- að í nóvember árið 1985 og hafði geymsluþol í 18 mánuði við mínus 18 gráður á Celsíus. „Það er í sjálfu sér ógeðfellt að fá rottufót í matinn en hitt þótti okkur ekki síður forvitnilegt hvar afgangurinn af dýrinu væri niðurkominn,“ sagði Þórólfur. Dínamít í tófugreni Sumarið 1979 var á sjöunda tug kílóa af dínamít-sprengiefni og 150 hvellhettum stolið úr skemmu fyrirtækis- ins Léttsteypunnar í Reykjahlíð við Mý- vatn en Léttsteyp- an sérhæfði sig í framleiðslu hleðslusteina og veghellna. Þann 14. september sama ár var bóndinn á Grímsstöð- um að smala í landi sínu þegar hann rakst á þýfið í hraungjótu við gamalt tófu- greni. Hann hringdi samstund- is í lögregluna á Húsavík sem mætti á svæðið. Tryggvi Kristvinsson yfirlög- reglumaður sagði brúnaþung- ur við Vísi: „Við vitum enn ekki hvort þetta er dínamítið, sem stolið var. Og við vitum enn ekki hvort hér sé allt sprengi- efnið fundið en það er mest um vert, að þetta sprengiefni fannst, því það er mjög hættu- legt hvort sem það er í höndum óvita eða illvirkja.“ Rannsókn málsins hélt áfram en ekki var upplýst hvort þjófurinn fannst. Einbúinn HElgi sauð allt slátrið í Einum kEpp hafa séð ungling, ljósleitan og í þröngum fötum, við hlöðudyrn- ar. Hafði hann lokuð augu og gekk í áttina til Helga en leystist svo upp og hvarf. Risakeppur Helgi eldaði vitaskuld allan sinn mat sjálfur, árin sem hann bjó einn. Stundum var sú matseld til- raunakennd í meira lagi eins og þegar hann sauð slátur. Fannst honum allt of mikið dútl að sjóða marga keppi þannig að hann sauð einn stóran. „Ég tók sundur olíutunnu. Svo fékk ég mér einn stóran lé- reftspoka undan hafragrjónum. Ég skellti slátrinu í pokann og sauð það svo í tunnunni þegar ég hafði hrært það. Ég varð að nota eylandsljá þegar ég fékk mér sneið. Þetta bragðaðist ágætlega, þó var það hálfhrátt innst inni.“ Helgi var mikill íslenskumað- ur og orti kvæði, flest með fer- skeyttum hætti. Ávallt las hann mikið en eftir að hann blindað- ist las hann aðallega barnabæk- ur með blindraletri. Hann bjó lengi í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð 17. Árið 1983 lær- brotnaði hann í slysi í húsnæð- inu og var heilsuveill eftir það. Helgi lést árið 1988. n kristinn@dv.is næði sem var sérhannað fyr- ir leiktækjasal með fjörutíu tækj- um. Flutningurinn varð hins vegar hitamál í borgarstjórn og barna- verndarnefnd lagðist gegn flutn- ingnum og sagði húsnæðið of lítið fyrir starfsemina. Meirihluti Sjálf- stæðismanna og Framsóknar- flokkur samþykktu opnun hins nýja Freddabar á Tryggvagötu en vinstrimenn og einn fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins greiddu atkvæði á móti. Boxpúðar og bílaleikir vinsælir Seinni hluti níuna áratugarins og fyrri hluti þess tíunda var gullöld Freddabars og var staðurinn sá langvinsælasti í borginni. Stað- urinn var opinn frá klukkan tíu á morgnana til hálf tólf um kvöldin. En fáir mættu snemma nema þeir sem voru að skrópa í skólann eða unglingavinnuna. Í Fredda hóp- uðust unglingar saman, ekki að- eins til að spila leikina heldur einnig til þess að hittast, spjalla og jafn vel fara á stefnumót. Var Freddi eins og félagsmið- stöð? „Já, þetta var það stundum, og þegar á leið hættum við að hafa opið á kvöldin um helgar því fólk var farið að líta á þetta sem partí- stað. Sumir komu ölvaðir þarna inn og til að forðast leiðindi og vandræði þá lokuðum við klukk- an níu á föstudögum og laugar- dögum.“ Var troðfullt önnur kvöld? „Kannski ekki troðfullt en það var alltaf mjög góð aðsókn. Tækninni fleygði stanslaust fram og það var alltaf eitthvað nýtt að sjá og prófa, til dæmis þegar þrí- víddarspilararnir komu fram.“ Hverjir voru vinsælustu leikirn- ir? „Í upphafi var það Pac Man, sem allir muna eftir, og Don- key Kong var rosa vinsæll. Svo kom boxleikur þar sem fólk barði í púða, hann gekk mjög vel. Bíla- leikirnir, sem fólk settist inn í, voru líka alltaf mjög vinsælir.“ Nokkrum sinnum var haldið keppnismót á Fredda, í ákveðnum leikjum með veglegum verðlaun- um. Viggó nefnir til dæmis keppni sem haldin var í febrúar árið 1993 í leiknum NBA Jam. Keppnin stóð yfir í fjórar vikur og var gerð í sam- starfi við Pepsí. Þeir tveir kepp- endur sem stóðu uppi sem sig- urvegarar unnu ferð á NBA leik í Bandaríkjunum. Dópsölum hent út Árin 1985 til 1995 þjálfaði Viggó ýmis lið hérna á Íslandi en þegar honum bauðst staða hjá þýska liðinu Wuppertal árið 1996 ákvað hann að selja Fredda til Tralla. Skömmu seinna hætti staðurinn. „Leikjatölvurnar komu á mark- aðinn og þá dempaðist þetta smátt og smátt niður,“ segir Viggó og á þá við tölvur á borð við Nintendo, Sega, Playstation og fleiri sem fólk gat spilað í sjónvörpunum heima hjá sér. Eins og áður segir var starfsem- in óvinsæl hjá sumum aðilum, þar á meðal barnaverndarnefnd Reykjavíkur sem taldi leik- tækjasalina vágest hjá unglingun- um og vildi helst banna alla slíka staði. Sagt var að unglingarnir skrópuðu í skólann til þess að spila og leiddust jafnvel út í vasaþjófnað til að fjármagna spilunina. Í sölun- um væri verið að búa til spilafíkla. „Þetta var óvinsæl starfsemi hjá sumum aðilum sem voru með mikinn áróður gegn starfseminni en þetta gekk fínt fyrir sig að öllu leyti,“ segir Viggó. „Fólk komst yfir þessa móðursýki, sem er oft fylgi- fiskur nýjunga, þar sem sagt var að leikirnir myndu skaða heilann í börnunum. Ég las alls konar hluti um þetta í blöðunum.“ Fannst þú beint fyrir þessari andstöðu? „Nei, en lögreglan fylgdist vel með og vissi hvað var í gangi í leik- tækjasölunum. Við pössuðum okkur því alltaf á því að hleypa ekki dópsölum og öðrum óæskileg- um inn. Við vorum mjög strangir og ég leyfi mér að fullyrða það að Freddabar var alltaf hreinn. Það voru alltaf tveir á vakt og það þurfti oft að vísa krökkum út.“ Nafnið lifir Árið 2014 var opnaður nýr stað- ur undir nafninu Freddi en þá al- gerlega ótengdur fyrri eigendum. Hinn nýi staður var fyrst á Ing- ólfsstræti 2 en fluttist síðan yfir á Laugaveg 23 þar sem hann er enn. Það er ekki aðeins nafnið Freddi sem er vísun í gullöld leik- tækjasalanna heldur svífur nostal- gían yfir vötnum í leikjaúrvalinu. Þar má sjá klassíska leiki eins og Pac Man, Donkey Kong, Mortal Kombat og NBA Jam. Einnig eru sérstök herbergi með 50 tommu sjónvörpum þar sem hægt er að spila FIFA og Super Mario. Líkt og á hinum gamla Fredda hafa verið haldin mót í ákveðnum leikjum og til dæmis varð rapparinn Emmsjé Gauti þar Íslandsmeistari í Don- key Kong árið 2015. n Viggó Sigurðsson. Morgunblaðið 15. október 1985
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.