Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 76

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Page 76
76 fólk 18. maí 2018 Bjarney bað nöfnu sína afsökunar Bjarney Bjarnadótt- ir, íþróttafræðingur og kennari, skrifaði stöð- ufærslu á Facebook- síðu sína fyrr í vikunni þar sem hún bað nöfnu sína, sem hún þekkti ekki til, afsökunar með orðunum: „Ég sagði blaðamanni að finna bara einhverja mynd af mér á Facebook, ég vil biðja alnöfnu mína afsökunar á að hún hafi farið á ranga Facebook-síðu.“ Um var að ræða frétt Morgun- blaðsins um nýja vefgátt Ís- lenskrar erfðagreiningar, arfgerð. is. Á henni er hægt að skrá sig inn til þess að komast að því hvort einstaklingurinn beri erfðabreyt- una BRCA2 genið sem eykur lík- ur á krabbameini. Bjarney er sjálf arfberi og fór í fyrirbyggjandi brjóstnámsað- gerð, en bæði móðir og amma hennar létust úr krabbameini sem tengja má beint við stökk- breytingu í BRCA 2-geninu. Hef- ur Bjarney tjáð sig margoft opin- berlega um reynslu sína, öðrum til fræðslu og stuðnings. Vinir hennar höfðu gaman af þessum mistökum og fljót- lega kom í ljós að nokkrir vina hennar þekktu til hinnar „röngu“ Bjarneyjar, voru þær kynntar í athugasemdum við stöðufærsl- una og hlógu dátt, eins og aðrir að þessum mistökum. S. 565 2217 - pappir@pappir.is - Kaplahraun 20 - 220 Hanarfjörður Breyttu úr plasti yfir í pappír Er fyrirtækið þitt umhverfisvænt ? Eigum allar stærðir á lager Fregnir af frægum Magga Frikka ekki viss um hvort hún ætlar að lesa DV áfram Margrét Friðriksdóttir athafnakona hefur að eigin sögn fengið nóg af DV og í Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið spyr hún sjálfa sig hvort hún eigi að lesa og deila fréttum af miðlinum meira. Skrifar hún athugasemd undir frétt DV um að Tommy Robinson kom ekki til landsins í gær, fimmtudag, eins og til stóð. Fréttinni var deilt í hóp- inn af blaðamanni DV og skrifar Margrét undir og spyr sjálfa sig: „Er Bjartmar tekin til starfa hjá DV, ef svo er mun ég aldrei lesa eða deila fréttum frá þessum snepli meir!“ Síðar um daginn tók hún athugasemd sína út og setti inn nýja í svipuðum dúr þar sem hún sagðist ekki vilja sjá þetta mynd- band eða neitt eftir hann Bjartmar og myndi svo ekki opna þennan DV sorasnepil meir. Það er rétt að Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson er nýtekinn til starfa hjá miðlinum og Margrét hefur komið í viðtöl hjá DV. Okk- ur þykir leitt að sjá hana hverfa á braut og vonumst til að henni snúist hugur og verði dyggur les- andi aftur. Sverrir og Auðunn ekki lengur einir Félagarnir Sverrir Bergmann og Auðunn Blöndal slógu í gegn fyrir tíu árum síðan með laginu Án þín. Auðunn íslenskaði texta hinnar heimsfrægu hljómsveitar Bon Jovi, Always, og Sverrir söng. Félagarnir eru á meðal myndarlegustu og skemmtileg- ustu manna landsins og aldrei lengi einhleypir. Báðir hafa þeir nýlega fundið ástina og þurfa því ekki að skera úr sér hjartað með skeið. Sverrir og Kristín Eva Geirs- dóttir eru skráð saman í sam- band á Facebook, en Kristín Eva starfar sem sérfræðingur í flug- öryggis- og flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli. Kristín Eva bjó í nokkur ár í Katar, þar sem hún starfaði sem flugfreyja hjá Qatar Airways og einnig sem lög- fræðingur, en hún er með meist- arapróf í flug- og geimrétti í vas- anum. Auðunn og Rakel Þorm- arsdóttir eru ekki skráð í sam- band enda er Rakel ein fárra Ís- lendinga sem er ekki á samfélagsmiðlum. Rakel, sem er 35 ára, varð fræg á einni nóttu 17 ára gömul þegar myndir af henni birtust á auglýsingaspjöld- um fyrir Top Shop um Reykjavík og víðar. Þá hafði hún tekið þátt í Fordkeppninni og síðar reyndi hún fyrir sér í módelstörfum með góðum árangri. Bransinn átti þó ekki við hana og fór hún seinna í ítölskunám í Lugano í Sviss. Flosi í Ham – þó ekki yfir Eurovision Á sama tíma og flestir Ís- lendingar sem aldrei segjast fylgjast með Eurovision horfðu á keppnina, hélt Flosi í Ham upp á fimmtugsafmæli sitt á Hard Rock Café. Þar var ekki mark- hópurinn fyrir Eurovision. Ham spilaði, Ari Eldjárn tróð upp og Birgitta Jóns las heimsendaljóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.