Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Síða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Síða 78
78 fólk 18. maí 2018 Hvað segir mamma? Pétur Örn er hjartahlýr og örlátur Söngvarinn, gítar- og hljóm- borðsleikarinn Pétur Örn Guðmundsson er alinn upp á miklu tónlistarheimili og hef- ur komið víða við á tónlist- arsviðinu, bæði í hljómsveit- um, Eurovision, tónleikum og sýningum. Framundan eru tónleikar með hljómsveitinni Dúndurfréttum. DV heyrði í móður Péturs Arnar, kennaranum Olgu Clau- sen, og spurði: Hvað segir mamma um soninn? „Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar talað er um Pétur minn er kærleikur, fjöl- skylda og tónlist. Hann var ekki orðinn tveggja ára þegar hann bað okkur um að spila fyrir sig helstu rokkstjörnur ársins 1973. Hann beygðist snemma krók- urinn. Hann bað okkur foreld- rana að spila „hvisshviss“ og átti þá við Thick As A Brick með Jethro Tull og svo „klukkurn- ar“ sem var Dark Side Of The Moon, Pink Floyd. Hann skynj- aði snemma hljóðheim á ann- an hátt en jafnaldrar hans. Hann var alinn upp við mikla tónlist, kominn af tónlistarfólki í báðar ættir og pabbinn tón- listarmaður. Hann vildi stund- um fara sínar eigin leiðir og hræddi úr foreldrunum líftór- una með uppátækjum eins og þeim að læðast út eftir að búið var að lesa fyrir hann og svæfa, eða það héldum við. Hann sett- ist á þríhjólið sitt og hjólaði á náttfötunum yfir Ölfusárbrú til að heimsækja ömmu sína og afa. Hann er mikill dýravin- ur og elskar kettina sína heitt. Reyndar missti hann Snældu sína á miðvikudag og er í sorg. Hann hefur ásamt systrum sínum, Söru og Rakel, iðulega grætt mömmu sína með stór- um gjöfum eins og tónleika- miðum eða utanlandsferðum. Við erum miklir vinir og hann er svolítill mömmustrákur.“ Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið? Something með Beatles. Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? Fjármálalæsi og lífsleikni. Kunna samskipti og vita hvar á að skila skattaskýrslunni og hvernig. Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt? Að ég sé gríðarleg félagsvera, þegar ég er í raun í grunninn félagsfælinn. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Svitaband á höfðinu sem tískuklæðnaður. Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Ég get alltaf hlegið að Homer Simpson. Um hvað geta allir í heiminum verið sammála? Að Freddie Mercury sé besti rokksöngvari og lagahöfundur allra tíma. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Það er mjög margt hér heima til dæmis James Brown-tónleikar, Muse-tónleik- ar, kristnitakan og margt fleira. Erlendis að hafa aldrei séð Freddie Mercury á sviði. Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið? Þurrka svitann úr ljósabekkjum eftir að fólk er búið að baka sig þar í lengri tíma. Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann? Ég er að verða góðvinur Vargsins án þess að hann hafi hugmynd um það. Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma? Ætli það sé ekki internetið, en svona nær mér þá eru það strákarnir mínir. Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt? Hefurðu heyrt um minkabúið sem minnkaði og minnkaði þangað til það var búið. Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár? Að keyra bíl, við verðum öll farþegar í sjálfkeyrandi farartækjum. Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik? Forrest Gump. Ég er nú þegar farinn að humma Bubba Gump Shrimps-lagið í hausnum á mér og epíska lagið Run Forrest Run. Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Homer Simpson. Hvað er framundan um helgina? Spilerí og fimmtugsafmæli mágkonu minnar. Söngvarinn Matthías Matthíasson, betur þekktur sem Matti Matt, hefur komið víða við á tónlistarferlinum. Hann hefur gert það gott með hljómsveitum eins og Dúndurfréttum, Pöpum, Vinum sjonna og Reggae on Tice ásamt því að koma fram í ótal tónleikasýningum. Matti sýnir lesendum DV á sér hina hliðina. „Ég er í grunninn félagsfælinn“ hin hliðin Bókin á náttborði Steineyjar Bók- in á nátt- borðinu hjá Steineyju Skúladóttur, leikkonu og Reykjavíkurdóttur, er stórvirkið Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov. „Ég hef ekki lesið hana áður alla en þegar ég var í menntaskóla settum við sýninguna upp. Ég lék Pontíus Pílatus og var í örvæntingu minni að reyna að tengja við karakter sem ákveður að drepa Jesúm svo ég las kaflana um hann.“ Steiney segir lesturinn ganga hægt. „Ég þarf að kom- ast ein í bústað til þess að geta klárað svona bók.“ V aldimar Víðisson, skóla- stjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, er mikill aðdá- andi bæði sjónvarpsþátta og bíómynda. Hann heldur úti síðunni Bíógagnrýni Valdimars á Facebook þar sem hann birtir reglulega bíódóma og annan fróð- leik. „Ég horfi einstaklega mik- ið á sjónvarp og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á góða sjónvarpsseríu eða góða bíómynd. Það sem ég er að horfa á þessa dagana er meðal annars 2. serían af Handmaid´s Tale. Fyrsta serían var rosaleg og ser- ía tvö gefur þeirri fyrri lítið eftir. Hrikalega óþægi- leg framtíðarsýn sem kem- ur fram í þessum þátt- um. Frábærlega leiknir og á köflum erfiðir þættir. Handmaid´s Tale eru þættir fyrir vand- láta. Terror eru spennu- þættir með hryllingsí- vafi. Byggt á sönnum atburðum og fjallar um áhöfn á skipi sem lok- ast inni í ísbreiðu. Svo fara áhafnarmeðlim- ir að týna tölunni einn af öðrum og ljóst að áhöfnin er ekki ein á ísnum. Þetta eru þættir fyr- ir þá sem hafa gaman af smá hryllingi. Svo eru þættir sem að mínu mati eru bestu raunveruleika- þættir sem eru sýndir í sjónvarpi. Masterchef Ástralía. Horfði á Masterchef USA en hætti því eftir að ég kynntist þessum þátt- um. Tæplega 70 þætt- ir í seríunni, 4 þættir í viku. Hver þáttur yfir 1 klst. Algjör veisla og ég er samt ekki klár í eldhús- inu en það er eitthvað við það að horfa á fólk keppa í elda- mennsku. 10. serían í gangi og verður sýnd fram í júní.“ n „Eitthvað við það að horfa á fólk keppa í eldamennsku“ Skjárýnirinn: Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.