Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 10
KYNNING SORPA hefur nú rekið nytja-markað fyrir notaðan húsbúnað og smávöru í rúmlega tuttugu ár. Markaðurinn, sem gengur undir nafninu Góði hirðirinn, hefur lengi átt vinsældum að fagna og hefur stækkað jafnt og þétt í gegnum árin. Hundruð tonna af notuðum hlutum fá þar nýja eigendur á hverju ári og allur ágóði af sölu þeirra rennur til góð- gerðarmála. Markmiðið með nytja- markaði SORPU er fyrst og fremst að stuðla að endurnotkun, sem er besta form endurnýtingar og sú leið í úrgangsmeðhöndlun sem hefur hvað minnst umhverfisáhrif. Það hefur lengi verið draumur að finna endurnotkunarmöguleika fyrir fleiri efnisflokka sem berast á endurvinnslustöðvar SORPU, s.s. byggingarvörur. Sá draumur varð loks að veruleika þann 11. maí síðast- liðinn þegar Efnismiðlun Góða hirðis- ins opnaði á endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða og viðskiptavinir SORPU fengu loks tækifæri til að versla notuð byggingarefni og ýmsar aðrar fram- kvæmdavörur á góðu verði. Markmiðið er að markaðurinn bjóði upp á valkosti fyrir breiðan hóp viðskiptavina og er stefnt að því að safna og bjóða efni eins og timbur, timburhluti, hurðar, glugga, innréttingar, hellur, flísar, trjá- boli, vaska, parket, dekk, reiðhjól, vörubretti og brúsa svo fátt eitt sé nefnt. Á markaðnum verður einnig framboð af efni og vöru, sem jafnvel er ekki í boði annars staðar, svo sem gamlar hurðir og veðrað timbur. Notuð byggingarefni geta nýst einstaklingum sem eru í húsnæðisbreytingum, sumarbú- staðabyggingu, garðvinnu eða listsköpun. Leikskólar, grunnskól- ar, lista- og verkmenntaskólar hafa í gegnum tíðina óskað eftir aðgangi að ódýrara efni, sem nú verður auðveldara að koma til móts við. Vöruúrval mun þróast eftir framboði og eftirspurn en viðskiptavinir endurvinnslustöðva þurfa að gefa leyfi fyrir að efni- viður fari á markaðinn. Ef hagn- aður verður af sölu bygging- arefna og annars varnings á markaðnum mun hann renna óskertur til góðgerðarmála. Efnismiðlun Góða hirðisins á endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða verður opin alla daga nema sunnu- daga frá 12.00-17.30. Verið hjart- anlega velkomin, hvort sem er með nothæft efni eða til að skoða vöruúr- valið á markaðnum. Ósjálfbær neyslumenning Íbúar jarðar og sérstaklega vestræn- ar þjóðir nota meira af auðlindum en hnötturinn getur staðið undir á sjálfbæran hátt. Athafnir manns- ins hafa þannig haft áhrif á gæði og magn þeirra náttúrulegu auðlinda sem eru nauðsyn- legar til framleiðslu á flestum okkar neysluvörum og jafn- vel lífi á jörðu. Má sem dæmi nefna vatn, jarðefnaeldsneyti, jarðveg, steinefni og málma. Ástæðan er fyrst og fremst aukinn fólksfjöldi samhliða sífellt aukinni neyslu á hvern einstakling. Ef ekkert er að gert leiðir það til hnignunar og jafnvel þurrðar á mikilvægum auðlindum með ófyrirséðum afleiðingum. Önnur birtingar- mynd er plastið í umhverfinu sem brotnar seint og illa niður og veldur lífríkinu skaða. Það er tímabært að endurmeta hvern- ig við umgöngumst auðlindir jarðar og að hver og einn taki meiri ábyrgð á eigin neyslu. Það getum við t.d. gert með því að nýta hluti áfram eftir fremsta megni eða sjá til þess að þeir komist í notkun hjá öðrum, sé það mögulegt. Flokkum þann úr- gang sem frá okkur fer til endur- vinnslu þannig að hráefni tapist ekki heldur séu nýtanleg sem efniviður í nýjar vörur. En fyrst og fremst búum til minna rusl því þannig komum við best í veg fyrir sóun! Notað byggingarefni fær nýtt hlut- verk í Efnismiðlun Góða hirðisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.