Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 14
14 25. maí 2018fréttir Húsgagnaval - Höfn í Hornafirði I Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Rúmföt & lök mikið úrval Sloppar fyrir bæði kyn Handklæði Mikið úrval Gerið gæða- og verðsamanburð sem með háværri tónlist, og stað- ir sem kalla ekki á mikið eftirlit og/ eða löggæslu. Flokkur þrjú er hins vegar fyrir umfangsmikla áfeng- isveitingastaði, svo sem þar sem leikin er hávær tónlist, og staðir sem kalla á meira eftirlit og/eða löggæslu. Söluturninn Vídeómarkaður- inn er með leyfi í flokki þrjú en samt mat lögreglan það svo að ekki væri nauðsynlegt að dyravörður væri á staðnum samkvæmt leyfis- bréfi Vídeómarkaðsins sem DV hefur undir höndum. Það er þrátt fyrir að þeir hafi leyfi til að vera með opið til 01:00 á virkum dög- um og til 03:00 um helgar. Í umsókn Vídeómarkaðsins kemur fram að sótt er um vín- veitingarleyfið sem veitingahús. Skilgreining á veitingahúsi í um- sókninni er staður sem býður upp á fjölbreyttar veitingar í mat og drykk og fulla þjónustu og að á veitingahúsinu skal vera starfandi einstaklingur með fullnægjandi þekkingu í framreiðslu. Einu veitingar sem Vídeómark- aðurinn bauð hins vegar uppá, þegar blaðamenn DV fóru á stað- inn, voru pylsur og er því aug- ljóst að ekki eru í boði fjölbreyttar veitingar á staðnum, þó að vissu- lega hafi verið fjölbreytt úrval af sósum í boði til þess að setja á pylsurnar. Bæjarráð Kópavogs samþykkti vínveitingaleyfin til söluturnanna Vínveitingaleyfin eru háð sam- þykki slökkviliðsins, Vinnueftirlits ríkisins, lögreglunnar, bygginga- fulltrúa, heilbrigðiseftirlits og loks bæjarráðs Kópavogs. Í þessu tilviki ákvað bæjarráð Kópavogs að sam- þykkja umsókn þessara söluturna um að fá að breytast í vínveitinga- staði. Í samtali við DV sagðist Ár- mann Kr. Ólafsson ekki kannast við þessar umsóknir. „Bæjarráð sér um þetta. Ég greiði ekki at- kvæði um þetta en ég sit fundina, hafðu samband við formann bæj- arráðs,“ sagði bæjarstjórinn þegar blaðamaður DV truflaði hann í miðri kosningabaráttu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir náðist ekki í Theodóru S. Þor- steinsdóttur, formann bæjarráðs við vinnslu fréttarinnar. „Drekka hér eða taka með“ Líkt og í Smáranum á Dalvegi gerðist starfsmaður Vídeómark- aðarins sekur um að selja einstak- lingum undir aldri áfengi. DV hef- ur undir höndum upptökur þar sem tvær stúlkur, 19 ára gamlar, fara inn í Vídeómarkaðinn til að kaupa áfengi eftir klukkan 22:00 og gengu þær út með það án þess að starfsmaður hafi beðið um skil- ríki og fengu þær áfengið afhent í plastpoka til að taka með sér. Myndböndin verða birt á vef DV á allra næstu dögum. Blaðamenn DV fóru einnig á Vidóeómarkaðinn í vikunni og keyptu sér bjór. Þrjár tegund- ir voru í boði og eftir að hafa val- ið tegund spurði afgreiðslumaður- inn: „Drekka hér eða taka með?“. Samkvæmt lögum er óheim- ilt fyrir vínveitingaleyfishafa að selja áfengi sem ekki er drukkið á staðnum. Samkvæmt viðurlögum laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er heimiluð lok- un á starfsstöð þar sem brotið átti sér stað. Áfengi og spilakassar Það sem gerir Vídeómarkaðinn frábrugðinn öðrum söluturnum, fyrir utan að selja áfengi til að taka með, er það mikla magn af spila- kössum sem er á staðnum. Rúm- lega 80 spilakassar eru á staðnum eða um 9% af öllum spilakössum á Íslandi. Það virðist vera ansi gott að hafa spilakassa í söluturnin- um, því fjárhættuspil skiluðu sölu- turninum rúmlega 207 milljónum í tekjur á árunum 2015 og 2016 í formi umboðslauna frá Íslands- spilum og Happdrætti Háskóla Ís- lands. Þegar blaðamenn DV skoðuðu aðstæður á staðnum var nokkur fjöldi á staðnum og voru allmargir viðskiptavinir í spilakössunum og að drekka áfengi á sama tíma. Eigandi söluturnsins Smár- ans í Kópavogi, Gunnar Schev- ing Thorsteinsson, sagði í samtali í DV að hann þyrfti að hafa vín- veitingaleyfi til að hafa ákveðna spilakassa hjá sér. DV hafði sam- band við Bryndísi Hrafnkelsdóttur forstjóra Happdrættis Háskóla Ís- lands og vildi hún ekki kannast við að það væri rétt. „Það eru aðr- ir staðir með spilakassa frá okkur sem hafa ekki vínveitingaleyfi svo þetta er ekki krafa sem kemur frá okkur.“ Söluturninn Smárinn er einnig með vínveitingaleyfi í flokki þrjú sem er ætlaður umfangsmikl- um áfengisveitingastöðum, svo sem þar sem leikin er hávær tón- list, og stöðum sem kalla á meira eftirlit og/eða löggæslu. DV mun fjalla ítarlega um hinn undarlega heim löglegra fjár- hættuspila á Íslandi á næstu miss- erum. n „Það eru aðrir staðir með spilakassa frá okkur sem hafa ekki vínveitingaleyfi svo þetta er ekki krafa sem kemur frá okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.