Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Síða 22
22 umræða
Sandkorn
25. maí 2018
Spurning vikunnar
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
fréttaskot
512 7070
abending@dv.is
Nú þurfa þau loksins að svara
Í
vetur hóf DV mikla umfjöll-
un um Krýsuvíkursamtökin og
meðferðarheimilið sem þau
reka fyrir vímuefnaneytend-
ur. Í þeirri umfjöllun kom fram
að samtökunum væri stýrt með
harðri hendi af mæðginum sem
hefðu nýtt sér að leika lausum hala
í mörg ár.
Fluttar voru fréttir af óeðlileg-
um samskiptum við skjólstæðinga,
kynferðisbroti, óttastjórnun,
bruðli og harðneskjulegri með-
ferð á ungum manni sem lést eftir
að hann var rekinn af heimilinu og
skilinn eftir á bensínstöð.
Það var ljóst að ástandið, í
þessu athvarfi fyrir fólk í neyð, var
mjög langt frá því sem eðlilegt get-
ur talist. Engum gat dulist það. En
aðrir fjölmiðlar létu það vera að
fjalla um Krýsuvíkursamtökin og
DV var því eins og hrópandi mað-
ur í eyðimörkinni.
Nú hefur það gerst að starfs-
fólkið hefur fengið nóg og helm-
ingur þess sagt upp. Ekki vegna
þess að DV flutti ljótar sögur af
starfseminni og valdníðslu yfir-
manna heldur af því að það vissi
manna best að sögurnar væru
dagsannar. Vitaskuld vildi starfs-
fólkið ekki skilja skjólstæðingana
eftir í viðkvæmri stöðu en aðstæð-
urnar voru óbærilegar og eins og
einn viðmælandi DV sagði ekki
boðlegar „starfsheiðursins vegna“.
Skömmu eftir uppsagnirn-
ar bárust þær fréttir að Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
hefði ákveðið að rifta samningi
Sjúkratrygginga Íslands við Krýsu-
víkursamtökin. Fjárframlögin
hafa hækkað mikið undanfarin ár
vegna þrýstings frá forsvarsmönn-
um samtakanna, frá um 70 millj-
ónum árið 2015 í 114 milljónir
fyrir árið 2018. Landlæknir mun
gera úttekt á starfseminni og það
er erfitt að sjá hvernig núverandi
stjórn getur staðist hana. Því lítur
allt út fyrir að heimilinu verði lok-
að í desember, tæpu ári eftir að DV
velti steininum við.
Það er ekki yfirlýst markmið
DV að láta loka meðferðarheimil-
inu að Krýsuvík. Við viljum ekki að
fíklar séu á götunni og fái ekki þau
úrræði sem þeir þurfa til að snúa
við blaðinu og eiga afturkvæmt í
samfélagið. Krýsuvíkursamtök-
in hafa bjargað fjölda manns úr
greipum heljar á þeim rúmlega
þrjátíu árum sem þau hafa ver-
ið starfrækt og margir hugsa með
hlýju til þessa staðar.
EN. Þetta stóra EN. Það er ekki
sama hvernig hlutirnir eru gerð-
ir, og björgun eins réttlætir ekki
niðurbrot annars. Þegar fólk, sem
er á sínum lægsta punkti í líf-
inu, leitar á náðir stofnana eins
og þessa verðum við að tryggja að
rétt sé haldið á málum. Þessi saga
fjallar ekki aðeins um það hvernig
stjórnendurnir höguðu sér heldur
hvernig eftirlitið brást og hversu
nauðsynlegt það er að mál eins
og þessi komi upp á yfirborðið.
Ef DV hefði ekki fjallað um málið
hefði lífið í Krýsuvík haldið áfram
ótruflað. Ungar stúlkur lent í klóm
á starfsmanna, sjúklingar þurft að
þola hranalega meðferð og stig-
vaxandi fjárveitingar ríkisins farið í
bruðl stjórnenda. En nú þurfa þau
loksins að svara til saka. n
Leiðari
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Í
hvert skipti sem ég les viðtöl eða
yfirlýsingar frá Jordan B. Peterson
kemur upp í hugann atriði úr kvik-
myndinni Magnolia þar sem Tom
Cruise, í hlutverki höfundar lífstíls-
bóka fyrir fústreraða karla, æpir yfir
sal af æstum mönnum: „Respect
the cock! And tame the cunt!“ sem
áhorfendurnir síðan taka undir í kór
eins og heilaþveginn sértrúarsöfn-
uður að kyrja. Peterson er auðvitað
að selja hugmyndakerfi
og á öfgatímum þar
sem sérstaklega karl-
ar á ákveðnum aldri
finnst þeir hornreka í
þjóðfélaginu í vaxandi
mæli og „pólitískur rétttrúnaður“ að
tröllríði heimi þeirra, fær þessi mál-
flutningur því miður hljómgrunn.
Hann er tímaskekkja, sveiflandi í
kringum sig frösum um styrk, aga
og heiður, allt saman hugtök sem
minna óþægilega mikið á málflutn-
ing ofstækismanna á árunum fyrir
seinni heimsstyrjöld. Ræður hans
um „póstmódernískan neó-Marx-
isma“ sem grafi undan mennta-
kerfinu og vestrænum gildum eru
í besta falli hlægilegt ofsóknaræði.
Og maður sem heldur því fram að
konur hafi ekki sætt kúgun liðin ár-
þúsund og hvít-
ir menn hafi ekki
búið við ótrúleg forréttindi telst tæp-
lega marktækur. Hann er táknmynd
þráhyggju um afturhvarf til íhalds-
samra gilda – tíma sem enginn á
að sakna því að það voru ömurleg-
ir tímar. En Peterson er hættulegur,
verandi greindur og vel máli farinn
og klókur í að klæða úreltar og öfga-
fullar hægriskoðanir í fræðilegan
búning. Það er vitaskuld sjálfsagt að
virða málfrelsi hans, en þegar fræði-
búningurinn er skafinn af kenn-
ingunum sést skýrt að þarna fer ekki
skínandi hugsuður heldur forpok-
aður fýlupoki í ömurlegri krossferð.
É
g er hlynnt komu Jordans
til Íslands eins og annarra
útlendinga. Ég vil reyndar
fylla Ísland ólíku fólki, sem
er með mismunandi skoðan-
ir og menningu. Jordan tilheyr-
ir þó reyndar þeim forréttinda-
hópi sem fær hvað mesta áheyrn
í heiminum ólíkt fólkinu sem ég
óska mér að opna landið fyrir, en
það er efni í mjög langt samtal.
Ástæðan fyrir því að ég er
með heimsókn hans er einföld.
Ég tel það virkilega hollt
fyrir fólk með heila að
geta skilið sig frá fylgj-
endum hans því það
er ansi afhjúpandi að
fylgjast með brund-
fyllisgrömum körl- um
fylkja liði með manni sem sam-
svarar sig með krabbadýrum.
Við erum að tala um manneskju
svo snauða af menningu og inni-
haldi að hún hefur aðeins lið-
dýravit. Ég sé þetta líka sem gott
tækifæri fyrir fólk í makaleit sem
þá og nú getur prísað sig sælt að
vita fyrir víst hvaða menn á að
forðast til frekara samneytis. Þá
er ótalinn smáborgaraháttur Ís-
lendinga sem kristallast í öllu ha-
varíinu. Íslendingar
eru nefnilega, upp
til hópa, mjög sveitó
og ginkeyptir fyrir
hverskyns prjáli. Prjáli
sem þeir telja framandi. Költleið-
togi eins og Jordan er þannig í
príma stöðu gagnvart fámenn-
um pöpulnum sem glaður þigg-
ur tilbreytingu útlendinga, þó
ekki róttækari en frá hinum
hvíta, miðaldra ríka manni, burt-
séð frá þeirri staðreynd að til-
breytingin er ekkert nema aftur-
haldssemi og kvenhatur í nýjum
búningi.
You can’t polish a turd.
María Lilja Þrastardóttir, blaðakona og húsmóðir Sindri Freysson, rithöfundur.
Með og á Móti afstaða þÍN til komu JordaN PetersoN?
með
á móti
Pólitískur
Gordíonshnútur
Píratar hafa verið duglegir
að tala um spillingu og mis-
beitingu valds, sérstaklega í
tengslum við
Sjálfstæðis-
flokkinn. Það er
ástæðan fyrir því
að Píratar vilja
ekki fara í sam-
starf með Sjálf-
stæðisflokknum
eftir kosningar
í Reykjavík. Það
vekur óneit-
anlega upp þá
spurningu hvort
Píratar hafi sett í
sig í spor þeirra
sem þeir telja vera spillta. Flest-
ir, ef ekki allir Sjálfstæðismenn,
telja sig ekki vera spillta og
skilja ekki hvað Píratar vilja að
þeir geri. Þarna er kominn póli-
tískur Gordíonshnútur, verst að
sverð eru bönnuð á Íslandi.
Vilhjálmur, hvað er að
frétta þessa dagana?
„Það er helst að frétta að stjórn
Verkalýðsfélags Akraness lýsti
yfir vantrausti á forseta ASÍ
á fundi sínum síðasta mið-
vikudag. Einnig kom fram í
yfirlýsingu frá stjórn félagsins
að forseti ASÍ fer ekki með
umboð félagsins í viðræðum
við stjórnvöld vegna aðkomu
þeirra að komandi kjarasamn-
ingum. Það er mat félagsins
að forseti ASÍ hafi unnið gegn
hagsmunum félagsmanna
VLFA og skuldsettum heimil-
um með því að taka ætíð stöðu
með fjármálakerfinu gegn
hagsmunum félagsmanna ASÍ.
Það er ljóst að grasrót verka-
lýðshreyfingarinnar er að kalla
eftir róttækari og herskárri
baráttu þar sem kallað verður
eftir kerfisbreytingum þar sem
hagsmunir almennings verða
teknir fram yfir hagsmuni
fjármálaelítunnar. Tími sam-
ræmdrar láglaunastefnu undir
forystu forseta ASÍ er liðinn!“
Hvað ætlar þú að kjósa á laugardaginn?
„Ég kýs Pírata.“
Vignir árnason frá Reykjavík
„Ég er ekki búin að ákveða það.“
Valva árnadóttir frá Reykjavík
„Ég ætla að kjósa xD listann.“
Sigurður Fannar guðmundsson frá
garðabæ
„Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn.“
Dóra gunnarsdóttir frá Austurlandi