Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 37
Viðhald og framkvæmdir 25. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Viðhald og framkvæmdir Verksýn ehf. er tækniþjón-usta með sérhæfingu á sviði viðhalds og endurbóta á mannvirkjum, innandyra sem utan. Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar sem hafa yfirgripsmikla reynslu á þessu sviði. Verksýn sinnir einnig fjölbreyttum verkefnum sem snúa að eftirliti og annarri ráðgjöf með nýframkvæmdum. Um er að ræða almenna framkvæmdaráðgjöf, álits- gerðir, byggingastjórnun og hönnun mannvirkja. Frá stofnun fyrirtækisins árið 2006 hefur starfsmönnum fjölgað jafnt og þétt og í dag eru tólf starfsmenn hjá Verksýn. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru m.a. einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, fasteignafélög og húsfélög. Mark- mið Verksýnar er að mæta þörfum viðskiptavina sinna á besta mögulega hátt með nýtingu þeirrar þekkingar og þess mannauðs sem fyrirtækið býr yfir. Hjá Verksýn starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af störfum við mannvirkjagerð og viðhald og endur- bætur mannvirkja. Verksýn starfar eftir gæðakerfi sem vottað er af Mannvirkjastofnun. Viðhald og endurbætur á ytra byrði Tækniskólans hafa staðið yfir síðustu árin. Endurbæturnar hafa verið unnar í áföngum og meðal annars hefur þak- ið verið endurnýjað í heild sinni. Fagþekking Starfsmenn Verksýnar hafa víðtæka reynslu af ráðgjöf um viðhald fast- eigna. Þeir búa yfir mikilli fagþekkingu á iðngreinum, sem er ein af helstu undirstöðum vandaðrar og faglegrar ráðgjafar. Verksýn hefur á að skipa fjölda byggingafræðinga og iðnmeistara. Sérstök hæfni þeirra í greiningu á byggingaskemmdum og þekk- ing á byggingatækni tryggir gæði í skipulagningu, útfærslu, rekstri og viðhaldi fasteigna. Ástandsskoðun Verksýnar Ástandsskýrsla er það tæki sem fasteignaeigendur og forsvarsmenn húsfélaga hafa til að leggja mat á viðhaldsþörf á hverjum tíma. Ástands- skýrslan gefur glögga mynd af viðhaldsþörf næstu árin og er áreið- anlegur grundvöllur ákvarðanatöku. Árleg viðhaldsþörf fasteigna Út frá reynslutölum er áætlað að 1–2% af verðmæti fasteigna þurfi til að mæta eðlilegu viðhaldi þeirra á hverju ári. Með því að grípa tímanlega inn í óhjákvæmilegt „hrörnunarferli“ er hægt að minnka framkvæmda- kostnað verulega. Útboð Útboðsgögn eru lykilgögn eigenda þegar kemur að framkvæmdum. Verksýn býður út tugi framkvæmda á hverju ári. Með útboðsgögnum er tryggt að verktakar bjóði í verkið á sama grundvelli og eigendur eigi auðvelt með að meta tilboðin. Reyndur umsjónaraðili Þegar ráðist er í viðhaldsfram- kvæmdir er nauðsynlegt að hafa reyndan umsjónar- og eftirlitsaðila með verkinu. Sem eftirlitsaðili tryggir Verksýn að verktaki sinni þeim skyldum sem á hann eru lagðar samkvæmt ákvæð- um útboðsgagna: • Yfirferð teikninga, rýning og sam- ræming. • Farið er yfir að ábyrgir meistarar séu skráðir á viðeigandi verkliði. • Yfirferð trygginga verktaka. • Gerð verksamninga. • Yfirferð verksins með verktaka og ábyrgum meisturum í byrjun þess. • Yfirferð tæknilegra upplýsinga um þau efni sem verktaki hyggst nota við verkið. • Yfirferð verkáætlunar verktaka, samræming hennar og samþykkt. • Yfirferð fyrirliggjandi verkþátta með verktaka og úrlausn óvissu- atriða. • Eftirlit með að framgangur fram- kvæmda sé samkvæmt áætlun. • Yfirferð og samþykkt dagsskýrslna. • Eftirlit með vinnubrögðum og um- gengni á vinnustað allt að fimm sinn- um í viku. • Eftirlit með að verklýsingum og útboðsgögnum sé fylgt. • Stjórn reglulegra verkfunda með verktaka og fulltrúa (fulltrúum) verk- kaupa. • Ritun fundargerða á verkfundum og frágangur og fjölföldun þeirra eftir fundi. Sent með tölvupósti ef óskað er. • Yfirferð reikninga frá verktaka og samanburður við samþykktar magntölur ásamt því að sannreyna umfang. • Umsjón með hlutaúttektum og lokaúttekt. Ritun úttektaryfirlýs- inga. • Önnur dagleg umsýsla og umsjón með framkvæmdum, sem fulltrúi verkkaupa. Kostnaður við umsjón og eftirlit skilar sér til eigenda í hagkvæmni og meiri gæðum framkvæmda. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.verksyn.is Verksýn ehf. Síðumúla 1, 108 Reykjavík 517-6300 – verksyn@verksyn.is Viðhald og endurbætur í öruggum höndum VERkSýn EhF:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.